Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 80 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mikið koffín er í einum kaffibolla?

Koffínmagn er bæði háð kaffitegundinni og ekki síður hversu sterkt kaffi menn laga. Að þessu sögðu má miða við að í einum 200 ml kaffibolla sé um 100 mg af koffíni. Koffín er frá náttúrunnar hendi í kaffi, kakói, tei (svörtu og grænu) og gúarana og matvælum unnum úr þeim. Koffín gefur einkennandi beiskt bragð ...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?

Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heita mokkajakkar og mokkakápur þessu nafni?

Flíkur úr mokkaskinni urðu vinsælar hérlendis seint á sjöunda áratug 20. aldar. Elsta dæmi á timarit.is um mokkakápu er úr Tímanum frá 12. febrúar 1967: Kápurnar og jakkarnir eru kallaðir Mokka loðkápur og jakkar, en nafnið Mokka mun dregið af sútunaraðferðinni, en á ekkert skylt við kaffi nema þá kannski að...

category-iconEfnafræði

Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ...

category-iconNæringarfræði

Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?

Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni. Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar með...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er koffín í appelsíni?

Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna? Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconEfnafræði

Hvaða mjólkurtegund hentar best sem mjólkurfroða í kaffi?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum frá sama spyrjanda:Af hverju freyðir G-mjólk en ekki venjuleg mjólk? Af hverju freyðir lífræn mjólk? Af hverju getur verið munur á framleiðslulotum lífrænnar mjólkur með tilliti til froðu? Mjólk samanstendur að mestu af eftirtöldum efnisþáttum: vatni, mjólkursykri, f...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?

Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...

category-iconFöstudagssvar

Til hvers eru undirskálar?

Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað? Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir vínarbrauð þessu nafni, er það komið frá Vínarborg?

Íslendingar hafa líklegast kynnst vínarbrauðum hérlendis á 19. öld því að Elín Jónsson Briem gefur uppskrift af þeim í Kvennafræðaranum. Hún segir: Vínarbrauð. Sama deig eins og í kökusnúðum smurt á plötu og stráð á það steyttum sykri (1911:189).Í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru ekki mörg dæmi um vínarbrauð, e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru Íslendingar að borða af diskum?

Upprunalega spurningin var: Hvenær byrjaði fólk á Íslandi að borða af diskum? Til að byrja með ætla ég að gefa mér að hér sé spurt um leirdiska, en það eru diskarnir sem við borðum af í dag. Áður en askurinn tók við sem algengasta matarílátið á 18. öld borðuðu Íslendingar af trédiskum og tindiskum. Þannig d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?

Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna. Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?

Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...

Fleiri niðurstöður