Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 393 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?

Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...

category-iconHugvísindi

Hvers konar úln er í úlnliði?

Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?

Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?

Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...

category-iconHugvísindi

Úr hverju er oblátan sem við fáum þegar við fermumst?

Obláta er brauð sem er notað við altarisgöngu. Orðið er tökuorð úr latínu, oblata merkir eiginlega 'fórn' eða 'hið framborna'. Á vefnum kvi.annáll.is er ýmis konar fróðleikur um altarisbrauð. Þar er meðal annars að finna uppskrift af oblátum fyrir 60-70 manns. Í henni kemur fram að oblátur eru gerðar úr heilhveiti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir Þorskafjörður þessu nafni?

Örnefnið Þorskafjörður hefur löngum verið skýrt með nafnorðinu þorskur 'fiskur' (Finnur Jónsson, Lýður Björnsson). Ekki er þó talið að aðrar fisktegundir gangi í fjörðinn en hrognkelsi og silungur. Þórhallur Vilmundarson, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar, telur (Grímnir 1:139-140) að nafnið geti verið d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin hægri og vinstri?

Lýsingarorðið hægri, sem notað er um stefnu eða horf en einnig um hönd er skylt lýsingarorðinu hægur 'þægilegur, auðveldur; rólegur'. Hægri er miðstig lýsingarorðsins og er til í nágrannamálum eins og í færeysku høgri, dönsku højre. Vinstri er talið af germanskri rót *wen-, það er *wen-is-tra, sem er hin sama ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið Frón (eins og í Ísland farsældar Frón)?

Uppruni orðsins frón ‘land, jörð’ er óviss. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og þá sérstaklega um Ísland. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:211) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á örnefnið Fron í Noregi sem talið er að hafi í upphafi átt við einkenni í landslagi sem menn vita ekki lengur hver voru og öll ættfær...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið Rangá?

Rangá er nafn á nokkrum ám í landinu: Á sem kemur af Rangárdal í Miðdölum í Dalasýslu og rennur í Hörðudalsá að vestanverðu.Á í landi Ófeigsstaða í Ljósavatnshreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, og nýbýli kennt við hana.Á sem rennur úr Sandvatni og niður í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu (Landnámabók), og bær kenndur v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?

Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera kauði?

Nafnorðið kauði er oftast notað um mann sem er álappalegur í útliti en þekkist einnig um þann sem er durtur í framkomu og hálfgerður leiðindapési og virðist sú merking eldri. Í safni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um hana frá 17. öld. Sá sem er kauðalegur er ósmekklega og oft hirðuleysislega klæddur og lýsi...

category-iconHugvísindi

Af hvaða orði kemur sagnorðið að skyrpa?

Sögnin að skyrpa í merkingunni ‛hrækja, spýta’ er gömul í málinu og kemur þegar fyrir í fornu máli. Hún á sér samsvaranir í grannmálunum. Í nýnorsku er til sögnin skyrpa og merkir hún að ‛blása, fnæsa (um dýr)’. Í sænskri mállýsku er til sögnin skörpa sem merkir að ‛fnæsa, frýsa’. Brasilíski kn...

category-iconHugvísindi

Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?

Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...

Fleiri niðurstöður