Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3166 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hversu alvarleg geðveiki hrjáði Jón Magnússon sem ritaði píslarsöguna?

Jón Magnússon ritaði píslarsögu sína 1658-1659 þá tæplega fimmtugur. Þar greinir hann frá hremmingum þeim sem hann hafði orðið fyrir til líkama og sálar og rekur til galdramanna sveitunga sinna. Þetta var á þeim tíma sem svonefnt galdrafár grúfði yfir Evrópu og teygði anga sína til Íslands, einkum Vestfjarða. Munu...

category-iconHugvísindi

Hvaða heimildir eru til um Vatnsenda-Rósu og hvað er vitað um hana?

Lítið hefur verið skrifað um Rósu Guðmundsdóttur (1795-1855) sem oft er kölluð Vatnsenda-Rósa. Samtímaheimildir um búsetu hennar, störf og getu er einkum að finna í umsögnum presta, en þessar umsagnir eru þó heldur þurrar og ná á engan hátt að fanga persónuna sjálfa. Það er þó einnig skrifað nokkuð um Rósu í Natan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?

Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru beinin stór í húsflugum?

Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski. Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring. Stoðgr...

category-iconHugvísindi

Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?

Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)Enn fremur segir Páll:Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-18...

category-iconHugvísindi

Hverjir fundu upp bækur?

Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...

category-iconHugvísindi

Hver var Jóhanna af Örk?

Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðskjálftar?

Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, ví...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta hýenur verið tvíkynja?

Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

category-iconTrúarbrögð

Hvað merkir táknið XP?

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft c...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að setja punkt innan sviga eða utan?

Í Réttritunarreglum, sem birtar eru á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samþykktar af menntamálaráðuneyti, segir svo í grein 32.3: „Punktar, spurningarmerki og upphrópunarmerki eru sett á undan seinni sviga (þ.e. innan sviga) ef svigarnir afmarka heila málsgrein eða tilsvarandi. Einnig geta s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða kolkrabbar langlífir?

Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð? Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafs...

Fleiri niðurstöður