Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4438 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru karlar með meira adrenalín en konur?

Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í sjónvarpsfréttum um daginn var rætt um styrk sólarljóssins. Hvaða mælingar eru þetta og hafa þær einhverja einingu?

Húðlæknastöðin birtir svokallaðan ÚF-stuðul (e. UV index) en ÚF stendur fyrir útfjólublátt (e. ultraviolet). Stuðullinn mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Útfjólublá geislun er ekki sýnileg en bylgjulengd ljóssins er frá 400 nm (nanómetrum) og niður í 100 nm, sumar skilgreiningar ná niður í 4 nm. Sýnile...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?

Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni. Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?

Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?

Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...

category-iconHugvísindi

Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?

Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar. Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heitir sólkerfið og vetrarbrautin okkar?

Stjörnur (sólstjörnur) eru sjálflýsandi gashnettir í geimnum sem framleiða orku með kjarnasamruna vetnis í helín á einhverju stigi æviskeiðs síns. Reikistjörnur eru hnettir sem snúast í kringum sólstjörnur. Reikistjörnur geta verið mjög bjartar ásýndum þrátt fyrir að þær geisli í raun ekki eigin ljósi heldur endur...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað gerir skeifugörnin í okkur?

Garnirnar eða þarmarnir eru sá hluti meltingarvegarins sem tekur við af maganum. Þeir eru meginhluti meltingarvegarins. Fyrst koma smáþarmarnir eða mjógirni og svo stórþarmur eða ristill. Fyrsti hluti smáþarmanna, sem tekur við fæðumaukinu úr maganum heitir skeifugörn. Eins og nafnið bendir til er skeifugörn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

category-iconFélagsvísindi

Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?

Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar. Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...

Fleiri niðurstöður