Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust

category-iconStærðfræði

Albert Einstein sannaði einhvern veginn að 2+2 væru 5 - hvernig stenst það?

Þetta er ekki alvörumál. Hægt er að "sanna" næstum hvað sem er, þannig að lesandi láti blekkjast, með því að gera villur sem menn koma ekki endilega auga á í fyrstu atrennu. Í svari Stefáns Inga Valdimarssonar við spurningunni Hvernig er hægt að sanna að 1=2? var "sannað" að 1=2. Ef sú fullyrðing væri rét...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu. Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða stofni eða tegund er dýrið "chinchilla"? Hvað heitir það á íslensku?

Chinchilla er suður-amerískt nagdýr (Rodentia) og heitir á fræðimáli Chinchilla lanigera. Dýrið er 35 til 40 cm að lengd með skotti. Umrætt dýr hefur verið kallað loðka, loðkanína eða silkikanína á íslensku. Þessar þýðingar virðast þó ekki vera mikið notaðar og orðið chinchilla er oft notað. Orðið loðkanína mun of...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna geispum við?

Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meg...

category-iconHugvísindi

Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar?

Norrænir menn á Grænlandi bjuggu á tveimur stöðum á vesturströnd Grænlands, sem nefndust Eystribyggð og Vestribyggð. Eystribyggð var fjölmennari og þar bjó Eiríkur, á Brattahlíð í Eiríksfirði. Sá fjörður nefnist nú Tunugdliarfik. Fundist hafa ummerki um norræna byggð í báðum þessum byggðarlögum. Fornleifauppgrefti...

category-iconLögfræði

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?

Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.” Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og sky...

category-iconLæknisfræði

Geta veirusýkingar fylgt mat? Hverjar eru þær helstu og afleiðingar þeirra?

Ýmsar veirusýkingar geta borist með mat og drykk. Margar þeirra valda iðrakvefi, það er bólgu í meltingarvegi. Einkennin geta verið niðurgangur, ógleði og uppköst og stundum höfuðverkur, sótthiti og kveisuverkir. Sjúkdómseinkenni koma oftast fram 1-2 sólarhringum eftir smit og standa mislengi eftir veirutegundum, ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?

Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?

Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr. Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg ten...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp fyrsta vélmennið?

Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?

Það var um fimmleytið aðfaranótt hins 9. desember árið 1997, að himinninn á suðurhluta Grænlands lýstist algjörlega upp. Menn telja líklegt að þarna hafi verið um nokkuð stóran loftstein að ræða sem hafi tvístrast yfir suðurrísbreiðunni við 61° norður og 44° vestur, um það bil miðja vegu milli Qaqortoq og höfu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna skrifa sumir hefi í stað hef og hefir í stað hefur? Hvor rithátturinn er eldri?

Sögnin hafa telst til svokallaðra ê-sagna. Hún hefur frá fornu fari haft tvenns konar beygingu í nútíð eintölu. Annars vegar: eg hef þú hefr hann/hún hefr en hins vegar: eg hefi þú hefir hann/hún hefir Síðar var stofnhljóðinu u skotið inn á undan -r í endingunni og upp komu myndirnar þú hefur...

category-iconTrúarbrögð

Í hvaða röð er réttast að lesa bréf og bækur Gamla testamentisins sögulega?

Bækur Gamla testamentisins standa nokkurn veginn í sögulegri röð í Biblíunni. Fyrstar eru sögubækurnar. Í Mósebókunum fimm er greint frá forsögunni, ættfeðrunum, ánauð Ísraelsþjóðarinnar í Egyptalandi, frelsun hennar þaðan, lögmálinu og ferðinni til fyrirheitna landsins. Jósúa- og Dómarabækur greina frá töku l...

Fleiri niðurstöður