Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2208 svör fundust
Getur barn erft nýrnasjúkdóm frá foreldrum sínum, til dæmis IgA?
Nýrnasjúkdómar eru margir og margs konar. Sumir koma fram strax við fæðingu á meðan aðrir birtast ekki fyrr en á fullorðinsárum. Flestir nýrnasjúkdómar eru ekki arfgengir en flokka má þá arfgengu í sex almenna flokka. Í fyrsta flokki eru vanskapanir nýrna og annarra þvagfæra. Í öðrum flokki eru ýmsir blöðrusjú...
Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?
Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...
Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?
Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...
Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?
Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Er hægt að vera með íkveikjuæði?
Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...
Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...
Af hverju er grasið blautt á sumarmorgnum þótt ekki hafi rignt yfir nóttina?
Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu. Vatnsgufan, sem oft er einnig nefnd eimur, er ósýnileg, rétt eins og flestar aðrar lofttegundir. Því heitara sem loftið er, þeim mun meiri vatnsgufa getur verið á sveimi í því. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Kólni l...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?
Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...
Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?
Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...
Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...
Hvað er bundið mál?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekk...
Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?
Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...