Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3654 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconUmhverfismál

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að starfa við verðbréfaviðskipti?

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002 og reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum frá árinu 2003 þurfa þeir starfsmenn fjármálafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga samkvæmt 6. tölulið 1. málsgreinar 3. greinar laga um fjármálafyrirtæki, að haf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hveitibjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru útfjólubláir geislar?

Útfjólublá geislun er rafsegulgeislun með styttri bylgjulengd og hærri orku en sýnilegt ljós. Við sjáum ekki útfjólubláa geisla með berum augum en sumir fuglar, fiskar og skordýr geta greint þessa geislun. Í rófi rafsegulbylgna er útfjólublá geislun milli sýnilegs ljóss og röntgengeislunar. Bylgjulengd útfjólub...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?

Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann? Þótt lundi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hæsta talan sem er til?

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?

Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconJarðvísindi

Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?

Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...

Fleiri niðurstöður