Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1727 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um gaupur?

Innan ættkvíslar gaupna Lynx eru fjórar tegundir: gaupa eða evrasíugaupa (Lynx lynx), rauðgaupa (Lynx rufus), kanadagaupa (Lynx canadensis) og íberíugaupa (Lynx pardinus). Gaupur eru meðalstór kattardýr sem vega venjulega á milli 5-30 kg. Evrasíugaupan er að jafnaði stærst og vegur venjulega að minnsta kosti 18...

category-iconLandafræði

Hvað þurfa margir að búa í bæ til að hann verði að borg?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um hvar mörkin liggi á milli bæjar og borgar. Spurningarnar eru meðal annars: Hvenær verður bær að borg? Hvað þurfa margir að búa í Akureyrabæ til að hann verði kallaður borg? Hvenær verður bær að borg og kauptún að kaupstað? Hvenær breytist Kópavogur úr bæ í borg...

category-iconLæknisfræði

Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?

Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...

category-iconHugvísindi

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?

Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...

category-iconFornfræði

Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?

Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?

Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconHeimspeki

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er að segja um Oddaverja á Sturlungaöld?

Óljóst er hvenær Oddaverjar í Rangárþingi urðu höfðingjaætt. En í Landnámabók (Hauksbókargerð) er rakin ætt frá Hrafni Valgarðssyni heimska, landnámsmanni á Raufarfelli undir Eyjafjöllum: Hans börn voru þau Helgi bláfauskur og Freygerður og Jörundur goði, faðir Svarts, föður Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmunda...

category-iconJarðvísindi

Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?

Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?

Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

Fleiri niðurstöður