Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 642 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?

Í kjölfar eldgossins sem hófst í Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 hafa Hrunagil og Hvannárgil oft verið í fréttum þar sem tignarlegir hraunfossar hafa fallið ofan í bæði gilin. Hrunagil Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða F...

category-iconJarðvísindi

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

category-iconJarðvísindi

Menga eldfjöll meira en menn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. Mörgum finnst leikkonan Keira Knightley mikil skvísa. Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er mögulegt að láta hluti fljúga og ferðast með því einu að nota segul og rafmagn?

Já, það nægir jafnvel að nota einungis segul eða einungis rafmagn. Hlutur þarf annaðhvort að vera hlaðinn eða skautaður, það er að segja með ójafnri hleðsludreifingu, til að hægt sé að nota rafmagn eða rafkrafta til að halda honum á lofti. Ef hlaðinn hlutur er settur í rafsvið leitast hann við að hreyfast eftir...

category-iconJarðvísindi

Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bæir eru í hættu ef Snæfellsjökull gýs?

Hér er einnig svarað spurningunum: Ef Snæfellsjökull gýs eyðileggst Ólafsvík?Ef Snæfellsjökull gýs verður þá jarðskjálfti í Grundarfirði og hversu stór? Verði eldgos í Snæfellsjökli má fullyrða að allir bæir undir hlíðarfæti jökulsins séu í hættu. Með öðrum orðum, öllum mannvirkjum og byggðum bólum frá Ólafsvík ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldgos heitt?

Efnasamsetning gosefna er gjarnan notuð til að flokka bergkvikuna sem kemur upp í eldgosum og gosbergið sem til verður þegar hún storknar á yfirborð jarðar. Þannig er talað um basíska, ísúra eða súra kviku og/eða storkuberg. Ræður þar mestu kísilsýrumagn kvikunnar eða bergsins, sem er lægst í basísku bergi og hæst...

category-iconJarðvísindi

Hvað er móbergshryggur?

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars: Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snö...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt er eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls?

Eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls er um 30 km langt og 20 km breitt. Gosrein kerfisins nær frá Mælifelli í Staðarsveit (rétt fyrir norðan Búðir), út á Öndverðarnes (sem er vestasti hluti nessins) og hugsanlega lengra. Vestan til í reininni er megineldstöðin Snæfellsjökull. Þvermál hennar er 15-20 km og í toppi jök...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru eistun í hönum?

Ólíkt dæmigerðum spendýrum þá eru eistu hana og annarra fugla ekki fyrir utan líkamsholið heldur inni í kviðarholinu fyrir framan nýrun. Út frá eistunum liggur sáðrás niður í þarfagang (lat. og e. cloaca) og berst sæðið þá leið inn í kvenfuglinn við æxlun. Nánar er fjallað um æxlun fugla í svörum sama höfundar við...

Fleiri niðurstöður