Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4684 svör fundust
Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig?
Jörðin snýst einfaldlega vegna þess að hún hefur ekki stöðvast enn! Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni 'Hvernig varð jörðin til?' segir meðal annars:Uppruna sólkerfis okkar má rekja til gríðarmikils gas- og rykskýs. Vegna ytri röskunar byrjaði þetta ský að falla saman fyrir um fimm milljörðum ár...
Hvað eru til margar keisaramörgæsir?
Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...
Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?
Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...
Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?
Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...
Við hvaða hitastig bráðnar blý?
Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft. Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómve...
Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?
Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...
Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tung...
Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?
Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...
Hvað er „að vera ennþá blautur á bak við eyrun“?
Orðasamböndin vera blautur á bak við eyrun og vera ekki þurr á bak við eyrun eiga sér erlendar fyrirmyndir. Í þýsku er sagt noch nicht trocken hinter den Ohren og í ensku wet behind the ears um þann sem ekki er orðinn fullþroskaður, er ungur og skortir næga reynslu til að á honum sé fullt mark takandi. Yfirleitt e...
Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...
Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?
Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...
Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...
Af hverju erum við á jörðinni?
Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...
Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?
Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...
Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...