Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?

Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd. Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aða...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconHugvísindi

Við vinirnir erum að deila um hvort eigi að segja 'margur telur mig sig' eða 'margur telur sig mig'? Hvort er réttara?

Orðasambandið sem spurt er um er margur hyggur (telur, álítur) mig sig. Hugmyndin að baki er að margur maðurinn hyggur að aðrir séu eins og hann sjálfur. Það er oftast notað í háði og í neikvæðri merkingu. Sá sem tekur svo til orða er þá oftast að hæðast að öðrum manni með því að gefa í skyn að hann telji sig stan...

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconHagfræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í hagfræði veitt árið 2020?

Þann 12. október 2020 tilkynnti Konunglega sænska vísindaakademían að hún hefði ákveðið að veita bandarísku hagfræðingunum Paul R. Milgrom (f. 1948) og Robert B. Wilson (f. 1937) við Stanford-háskóla, minningarverðlaun Sænska Seðlabankans um Alfred Nobel. Verðlaunin fá þeir fyrir framlag sitt til aukins skilnings ...

category-iconHagfræði

Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?

Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?

Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...

category-iconLandafræði

Hvar eru vöðin sem getið er í Laxdælu að Þorgils Hölluson og fleiri hafi farið um, Eyjavað yfir Norðurá og Bakkavað yfir Hvítá?

Eyjarvað á Norðurá hefur ýmist verið talið það sama og Hólmavað eða Hábrekknavað (sjá Íslenzk fornrit V (1934), bls. 184nm.; Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins ísl. bókmenntafélags 1839-1873. Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir sáu um útgáfuna. Sögufélag og Örnefnastofnun Íslan...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp?

Það er rétt hjá spyrjanda að þarna er nokkurt tölulegt ósamræmi þó að það sé ekki nákvæmlega eins og lýst er í spurningunni. Skýringin á því að það viðgengst er hins vegar fyrst og fremst sú að við erum ekki að lýsa tímalengd sem er alltaf eins heldur meðaltali sem einstök tilvik víkja talsvert frá í báðar áttir. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?

Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?

Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?

Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?

Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða l...

Fleiri niðurstöður