Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?
Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum ...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Úr hvaða efni eru ský?
Skýin sem við sjáum á himninum eru einfaldlega safn örsmárra vatnsdropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til. Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Uppstreymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið...
Af hverju hefur hvert land sína guði?
Þetta er eitt af því sem menn greinir á um. Þannig mundi kristinn guðfræðingur trúlega svara því allt öðru vísi en mannfræðingur sem fæst við mismunandi þjóðir og þjóðflokka og trúarbrögð þeirra. Heimspekingur mundi líka svara öðruvísi en múslími og svokallaðir guðleysingjar (e. atheists) mundu einfaldlega svara þ...
Af hverju velja lögfræðingar sér oftar en aðrar starfsstéttir brúna skó í stað svartra við dökk jakkaföt?
Starfsmenn Vísindavefsins ákváðu að taka sér smá pásu frá pappírskasti (e. paper toss) og öðrum hefðbundnum skrifstofuleikjum, svo sem skrifborðsstólakappakstri (eitthvað verða menn jú að gera þegar ritstjórinn er í útlöndum) til að ræða um þessa spurningu. Eftir mikið japl, jaml og fuður voru starfsmennirnir ...
Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?
Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn...
Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?
Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....
Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?
Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...
Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!
Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...
Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?
Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...
Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?
Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...
Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Er gagnlegt að taka hitalækkandi lyf við sótthita eða getur það haft áhrif á varnarkerfi líkamans?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að velta fyrir mér virkni sótthita. Þegar maður veikist á maður að taka hitalækkandi til þess að hjálpa líkamanum að starfa eða er hitinn tæki líkamans til þess að herja á óværur? Sótthiti er nokkuð sem flestir, ef ekki allir, upplifa einhvern tíma. Þessi fylgikvilli ...