Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8553 svör fundust
Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...
Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...
Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?
Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...
Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...
Eru snæuglur í útrýmingarhættu?
Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...
Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...
Hvernig eru egg tjaldsins?
Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er sva...
Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?
Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Fl...
Hvernig myndast jarðskjálftar?
Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, ví...
Hvað er lúsalyng?
Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...
Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?
Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó. Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. ...
Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Hver er saga Tyrkjaveldis?
Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...