Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4659 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að bera í bætifláka?

Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um t...

category-iconVísindafréttir

Vísindin á rakarastofunni

Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Í þriðju viku janúarmánaðar var horft til austurs og fjallað um vísindi í Kína: Hvaða munur var á vísindalegri hugsun í Kína og á Vesturlöndum fyrr á öldum? Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna? Þá var einnig birt svar um ra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar herör er verið að skera upp?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins? Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálss...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að orðið Versalir komi úr ásatrú?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins Versalir? Ég tel þetta orð komið úr ásatrú en finn ekki staðfestingu á því. Orðið Versalir er þekkt í málinu frá 19. öld sem íslenskun á borg í grennd vð París með fornum konungshöllum. Franska nafnið er Versaille sem á 11. öld var Versalias. Í Íslen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...

category-iconFélagsvísindi

Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?

Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna. Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmið...

category-iconFélagsvísindi

Hver var gyðingurinn gangandi?

Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...

category-iconHugvísindi

Hvað er lúsalyng?

Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?

Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum. Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju búum við ekki á tunglinu?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við búum á jörðinni en ekki tunglinu. Í fyrsta lagi þróaðist lífið á jörðinni en ekki tunglinu. Lífið eins og við þekkjum það þarfnast vatns og á tunglinu er ekkert vatn. Lífið hefði þess vegna ekki getað kviknað á tunglinu. Þó að menn geti ferðast til tunglsins væri erfitt fyrir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til hættulegir páfagaukar?

Það er ágæt þumalfingursregla að öll dýr geta verið hættuleg undir vissum kringumstæðum. Því stærri sem dýrin eru, þeim mun meira tjóni geta þau yfirleitt valdið. Stærstu páfagaukarnir eru með geysilega öfluga gogga og geta bitið fók illa. Einnig eru klær páfagauka hættulegar. Ósjaldan hafa orðið slys þegar stórva...

category-iconVísindi almennt

Er það satt að maður komist í samband við anda í andaglasi?

Hugmyndin um andaglas er yfirnáttúrleg. Meginstef vísinda er hins vegar lögmál náttúru og samfélags og þess vegna geta vísindin lítið sagt um það sem sem er handan þeirra lögmála. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sjást engar stjörnur á myndunum af Neil Armstrong á tunglinu?

Þegar maður skoðar ljósmyndir af geimförunum sem lentu á tunglinu rekst maður fljótt á undarlega staðreynd: Þrátt fyrir að geimurinn sé fullur af stjörnum þá sést engin þeirra á neinni myndanna. Þetta fyrirbæri hefur lengi vakið athygli og sumir aðilar hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram að þetta sanni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af maurum?

Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu. Rúmlega 12.000 tegundu...

Fleiri niðurstöður