Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær var byssan fundin upp?

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?

Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann reikistjörnuna Mars?

Fimm reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar berum augum. Þær eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær sjást yfirleitt á hverri nóttu þegar myrkur er og heiðskírt. Þó sjást þær ekki þegar þær eru svo nálægt sól, frá jörð að sjá, að þær eru aðeins fyrir ofan sjóndeildarhring meðan dagur er á lofti. Sum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til villtir kattastofnar á Íslandi?

Reglulega hafa komið upp hópar villtra katta víða um land. Einstaklingar innan þessara hópa tímgast bæði innbyrðis og við heimilisketti. Hér er ekki um eiginlega villiketti (Felis silvestris silvestris) að ræða, eins og dýrafræðin skilgreinir þá, heldur einfaldlega ketti sem komnir eru af heimilisköttum (Felis sil...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hversu langt frá jörðinni er Hubble-sjónaukinn? Er hann á hreyfingu?

Hubble-sjónaukinn er kenndur við bandaríska stjarnvísindamanninn Edwin Powell Hubble (1889-1953) en hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið og einnig að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnum hætti. Var sú uppgötvun byrjunin á þeirri þróun sem leiddi síðar til kenningarin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?

Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til gott íslenskt orð yfir mindfulness?

Guðný Hulda spurði:Hvað væri gott íslenskt orð yfir mindfulness og resonant eins og þessi orð eru notuð í stjórnendafræðum? og Óðinn spurði:Hvað er mindfulness og hver er íslensk þýðing orðsins? Áhugi á mindfulness hefur aukist mikið á síðastliðnum áratug og sé orðinu slegið inn á leitarvélina Google birtast yf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað? Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óh...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir skírdagur?

Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gosaska?

Í stuttu máli er gosaska fínkornótt mylsna af hraðkældri bergbráð. Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar mynd...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður fólk feitt?

Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við...

category-iconFélagsvísindi

Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?

Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...

category-iconHugvísindi

Hvernig er ævisaga skilgreind í bókmenntafræðum?

Í bókinni Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ævisaga sögð vera rit "um æviferil og störf einstaklings" (316). Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er hugtakið skilgreint sem "frásögn af lífi og örlögum einstaklings" (1863). Í ýmsum erlendum málum nefnist ævisaga biografia sem komið er úr grísku og myndað af orðun...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

Fleiri niðurstöður