Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 631 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?

Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða merkingu hefur það þegar barn fæðist í „sigurkufli”?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar merkir orðið sigurkufl ‘(órofin) fósturhimna utan um nýfætt barn’. Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt. Stund...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á að segja „Ég þori það ekki” eða „Ég þori því ekki”?

Sögnin að þora stýrir bæði þolfalli og þágufalli. Þess vegna er bæði hægt að segja: „Ég þori það ekki” og „Ég þori því ekki”. Eldri dæmi Orðabókar Háskólans sýna þolfall fremur en þágufall og sama er að segja um þau fornmálsdæmi sem ég rakst á. Það voru allt þolfallsdæmi. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blön...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?

Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...

category-iconFöstudagssvar

Hvar er þessi Stökustaður sem talað er um í veðurfréttum?

Fyrst er þess að geta að spyrjandi skrifaði stökustað með litlum staf í upphaflegri spurningu sinni. Við höfum hins vegar leyft okkur að breyta s-inu í S með þeim rökum að munurinn á s og S heyrist sem kunnugt er ekki í framburði. Auk þess bendir allt til þess að spurningin sé hugsuð þannig að um ákveðinn stað (St...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða typpi er uppi á honum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er valdefling og hvenær kemur orðið fram í íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju, Rétt er...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?

Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er titillinn forseti tekinn úr norrænni goðafræði? Hvenær, hvernig og hvers vegna varð þetta orð fyrir valinu?

Orðabók Háskólans á elst dæmi um orðið forseti frá lokum 18. aldar úr heimild sem tengist stofnun Hins íslenska lærdómslistafélags. Tilgangur félagsins var að fræða landsmenn, m.a. um framfarir og vísindi og bæta bókmenntasmekk þeirra. Forvígismenn félagsins vildu einnig bæta málsmekk manna og í Ritum þess íslenzk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um baðkar eða baðker?

Orðið ker er gamalt í málinu í merkingunni 'ílát (misstórt)'. Um samsetninguna baðker á Orðabók Háskólans elst dæmi frá síðari hluta 19. aldar (1885). Þegar í fornu máli, til dæmis í Svarfdæla sögu, eru til dæmi um kerlaug í merkingunni 'baðker'. Kar í merkingunni 'ílát' er aftur á móti fremur ungt tökuorð úr d...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?

Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...

category-iconEfnafræði

Hvað er talkúm?

Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...

Fleiri niðurstöður