Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3989 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?

Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Með hverju veiðir maður þorsk?

Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Botnvarpan hefur verið afkastamesta ve...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir hnísan?

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er svartur sporðdreki hættulegur?

Allir sporðdrekar eru eitraðir. Stærri sporðdrekar eru sýnu hættulegri en þeir minni, enda geta stórir sporðdrekar yfirleitt komið meira eitri í fórnarlamb sitt. Spyrjandi spyr um svarta sporðdrekann en fjölmargar sporðdrekategundir eru svartar að lit. Þær þekktustu finnast í norðanverðri Afríku og vestanverðri...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?

Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar hunda- og kattategundir í heiminum?

Hundar tilheyra hundaættinni (Canidae) sem inniheldur um það bil 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Sem dæmi um tegundir ættarinnar má nefna úlfa (Canis lupus), sléttuúlfa (Canis latrans), rauðúlfa (Canis rufus), refi (Vulpes sp.) og hunda (Canis familiaris). Það er nefnilega aðeins til ein tegund af heimilishundum (Can...

category-iconVísindi almennt

Hver gerði "broskarlinn"?

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...

category-iconHugvísindi

Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?

Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...

category-iconVeðurfræði

Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?

Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?

Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru ekki skotin jafnmörg hreindýr af hvoru kyni á hverju tímabili? Í villtum hreindýrastofnum er kynjahlutfall skekkt vegna hærri dánartíðni tarfa. Það tengist fengitímanum en þá fer mestur tími tarfanna í hlaup og slagsmál. Þá horast þeir niður og sumir særas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?

Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju var Pompei gleymd í svo mörg ár?

Rómverska borgin Pompei grófst undir margra metra þykku lagi af vikri og ösku þegar Vesúvíus á Ítalíu gaus hinn 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Þegar gosið hófst bjuggu um 25 þúsund manns í Pompei en hingað til hafa aðeins um tvö þúsund þeirra fundist í rústunum. Í lok eldgossins var borgin horfin og týnd. Uppgrö...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?

Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?

Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst. ...

Fleiri niðurstöður