Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?

Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...

category-iconFöstudagssvar

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...

category-iconHeimspeki

Hvernig á maður að svara spurningum?

Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?

Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um munnvatnið þegar við sofum?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar við erum vakandi erum við stöðugt að kyngja munnvatni, en hvað verður um munnvatnið þegar við sofum? Hér er einnig svarað spurningunum: Kyngir maður munnvatninu þegar maður sefur eða býr líkaminn bara til minna af því? Hvað kyngir maður miklu munnvatni á ári? Þegar...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?

Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...

category-iconVísindi almennt

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er óðal snæuglu?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...

category-iconLæknisfræði

Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?

Líklegt svar við þessu er að sýkingin veldur því að efnaskiptahraði fruma líkamans eykst, ekki síst hjá þeim frumum sem tilheyra ónæmiskerfinu, en þær „fara á fullt” þegar sýkill berst inn í líkamann. Það krefst orku að mynda mótefni, önnur efni og frumur sem þarf til að ráða niðurlögum sýklanna. Veikindum fyl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta froskar?

Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?

Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...

category-iconSálfræði

Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?

Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa léle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?

Nauðsynlegt er að fjalla fyrst um hugtakið samlífi (symbiosis) sem komið er af gríska orðinu symbioun 'að lifa saman'. Undir það heyra síðan nokkur önnur hugtök sem lýsa nánar eðli samlífisins. Þau hugtök eru gistilífi (commensalism), samhjálp (mutualism) og sníkjulífi (parasitism). Samlífi þar sem önnur lífver...

Fleiri niðurstöður