Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?

Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...

category-iconMannfræði

Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...

category-iconLæknisfræði

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?

Svarið er já; það er tvímælalaust talið hugsanlegt að menn geti lifað á öðrum plánetum. Til þess þyrfti þó vafalítið "hjálp tækninnar" eins og spyrjendur segja, að minnsta kosti fyrst í stað. Við fyrstu sýn kann að virðast nauðsynlegt að skipta svarinu í tvennt eftir því hvort átt er við reikistjörnur í sólkerf...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á jákvæðri og neikvæðri styrkingu?

Það er gífurlega mikilvægt fyrir bæði menn og dýr að geta lært af reynslunni. Rándýr sækja á þá staði þar sem þau hafa áður fengið æti. Ef geitungur stingur mann er líklegt að maður sveigi fram hjá slíkum kvikindum í framtíðinni. Brennt barn forðast eldinn. Þegar tiltekin hegðun minnkar eða styrkist í sessi vegna ...

category-iconTölvunarfræði

Hvar á Íslandi er hægt að búa til róbóta?

Spurt er hvar hægt sé að búa til róbóta á Íslandi og gæti svarið verið jafn margbrotið og sá fjöldi róbóta sem mögulegt er að smíða. Það almennasta og víðtækasta er þó: „Heima hjá þér“. Það er margt sem þarf að huga að ef smíða skal róbóta, en slíkar vélar eru misflóknar. Róbóta sem elt getur ljós má til dæmis ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

category-iconHeimspeki

Er hægt að lýsa lit?

Sú fullyrðing að eitthvað sé öldungis ólýsanlegt er bæði algeng og hversdagsleg. Stundum segjum við að eitthvað sé ólýsanlegt vegna þess hversu stórfenglegt, einstakt, flókið eða óviðjafnanlegt það er. Stundum notum við líka þetta orðalag um fyrirbæri sem viðmælandinn hefur aldrei upplifað sjálfur. Ef einhver reyn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju verða ánamaðkar stundum ljósir?

Á Íslandi hafa fundist tólf tegundir ánamaðka sem lifa í mismunandi vist í jarðvegi. Hér á landi finnast smávaxnar dökkar tegundir sem lifa á og við yfirborð jarðvegs, grafa ekki göng en æxlast og éta á yfirborðinu. Einnig finnast hér nokkuð stórar ljósleitar tegundir sem halda sig meira og minna niðri í jarðve...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?

Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...

Fleiri niðurstöður