Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 447 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconJarðvísindi

Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?

Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?

Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?

Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?

Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?

Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið frætt mig um klaufhala?

Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...

category-iconHugvísindi

Hafa rómverskir munir fundist hér á landi?

Sex rómverskir peningar hafa fundist hér á landi. Fjórir þeirra eru bronspeningar, svokallaðir Antoninianusar slegnir í kringum 300 e.Kr. Tveir þeirra fundust á Bragðavöllum í Hamarsfirði 1905 og 1933, í uppblásnum rústum ásamt gripum með ótvíræðum víkingaaldareinkennum. Sá þriðji fannst á víðavangi fyrir mynni H...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Höfuðborgarsvæði er landsvæð...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Börkur Hansen stundað?

Börkur Hansen er prófessor við Deild kennslu- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hans í kennslu og rannsóknum eru þættir sem tengjast skólastjórnun, svo sem hlutverkum stjórnenda, stefnumörkun, forystu, stjórnskipulagi, breytingum og þróun, starfsháttum, stofnanamati og flei...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Árni Kristjánsson rannsakað?

Árni Kristjánsson er prófessor við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Árni aðallega fengist við að skilja sjónkerfi mannsins og hvernig athygli og sjónskynjun vinna saman. Til þess hefur hann notað svartíma- og nákvæmnimælingar, rannsóknir á augnhreyfingum með háhraðaaugnhreyfingamælingum, taugasálfræðilega...

category-iconLögfræði

Getur ferðaþjónustan sent reikning á ríkið vegna „aflabrests“?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Getur ferðaþjónustan ekki sent reikning til ríkisins vegna aflabrest eins og útgerðir gera, eins og þegar loðnan lét ekki sjá sig við Íslandsstrendur og ég held makríll líka. Á sömu forsendum er ég að meina. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að vísa til skaðabótakrafn...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?

Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...

Fleiri niðurstöður