Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 926 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?

Orðið hlandbrenndur finnst ekki í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu 2002. Aðeins ein heimild var á Tímarit.is í skammargrein í Dagblaðinu Vísi í nóvember 2009 þar sem maður var sagður hafa grenjað eins og hlandbrenndur krakki. Aftur á móti þekkist orðið hlandbrunn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

category-iconHeimspeki

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?

Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?

Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...

category-iconLögfræði

Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?

Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconVeðurfræði

Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?

Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...

category-iconHugvísindi

Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans?

Nei, ekki í tugum. Giska verður á tölurnar í stórum dráttum. Þannig viðurkenna sagnfræðingar almennt að nasistar stóðu fyrir drápi á um 6 milljónum gyðinga. Einnig er talið að nasistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Dæmið verður erfiðara þegar kemur að þeim þjóðum sem nasistar drápu í stórum stíl s...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna vildi eða lét eiginkona Rússakeisara banna Kreutzer-sónötuna eftir Beethoven?

Við höfum lagt þessa spurningu fyrir fróða menn en enginn kannast við bannið sem á að vera tilefni hennar, hvað þá að menn geti svarað til um orsakir bannsins. Rækileg leit á vefnum hefur ekki heldur skilað okkur neinu. Spurningin gæti snúið að sögu eftir Tolstoj sem hét Kreutzer-sónatan. Hún kom út árið 1891 o...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?

"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?

Þessi spurning er ein af þeim sem hægt er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Værum við einhverju bættari eða væri það eitthvað skiljanlegra í raun og veru ef ljósið ferðaðist hægar? Lengi vel héldu menn að hraði ljóssins væri óendanlega mikill sem hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um lei...

category-iconTrúarbrögð

Hvor er fjölmennari, hvítasunnukirkjan eða lútersku kirkjurnar?

1,75% jarðarbúa, eða 105 milljónir, tilheyra hvítasunnusöfnuðum (Pentecostal) af einhverju tagi en um 1,1%, 64 milljónir, tilheyra lúterskum söfnuðum. Þegar á heildina er litið eru hvítasunnukirkjur því talsvert fjölmennari en lúterskar. Munurinn fer vaxandi þar sem fjölgun í hvítasunnusöfnuðum er meiri en í lúter...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig æxlast smokkfiskar?

Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu...

category-iconVísindavefur

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?

Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...

Fleiri niðurstöður