Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5226 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?

Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...

category-iconJarðvísindi

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...

category-iconOrkumál

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?

Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?

Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?

Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn. Á Íslandi er fyrra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?

Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik? Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðva...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er hægt að vita hvort maður er ástfanginn eða ekki?

Ef maður er ástfanginn af einhverjum, þá er maður hrifinn af honum og elskar hann kannski. Það er hins vegar ekki hægt að fá staðfestingu hjá neinum öðrum á þeim tilfinningum - nema maður hafi þær í raun og veru. Aðalatriðið er að við erum líklega ástfangin ef okkur finnst við vera það! En það getur enginn sagt ok...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar þurrís?

Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur (koldíoxíð, CO2) en klakinn er frosið vatn. Þurrísinn er miklu kaldari en venjulegur ísmoli. Það sérstaka við þurrís, eða það hvernig hann virkar, er að að hann "bráðnar" allt öðru vísi en venjulegur klaki. Ísmolinn sem við tökum úr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan komu pokadýrin?

Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma va...

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru appelsínur ræktaðar?

Í Brasilíu eru ræktaðar fleiri appelsínur en í öðrum löndum. Appelsínuuppskera Brasilíumanna árið 2007 var um 18,7 milljónir tonna eða rúmlega 29% af heimsframleiðslunni. Útflutningsverðmæti brasilíska appelsínuiðnaðarins var á því ári hvorki meira né minna en 3,3 milljarðar dollara sem jafngildir 406 milljörðum í...

category-iconHugvísindi

Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er það satt að fólk pissi á hákarlakjöt á einhverju stigi vinnslunnar?

Því er stundum haldið fram menn verki kæstan hákarl með því einfaldlega að míga á hann. Sennilega sprettur þessi flökkusaga af þeirri sérstöku ammoníaklykt sem fylgir hákarlinum. Það er hins vegar mikill misskilningur að hland af mannavöldum komi þarna eitthvað við sögu. Hákarlar innihalda töluvert þvagefni frá ná...

Fleiri niðurstöður