Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8493 svör fundust
Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?
Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er. Purkey í Hvammsfirði.Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, P...
Hvað heitir hæsti maður í heimi og hvað er hann hár?
Hér er einnig svarað spurningu Rutar Bergmann: „Hvað var Jóhann risi hár?” Hæsti maður í heimi heitir Wang Fengjun frá Kína en hann er meira en 2,5 metrar á hæð. Fengjun er 22 ára og á að fara í aðgerð sem á að fá hann til að hætta að stækka. Aðrir spítalar hafa neitað að framkvæma þessa aðgerð af því að hún ku...
Geta brunnklukkur flogið?
Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, ...
Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...
Hvað er kaupauðgistefna (merkantílismi)?
Kaupauðgistefnan eða merkantílismi fólst fyrst og fremst í því að hvetja til útflutnings en vinna gegn innflutningi. Dregið var úr innflutningi með ýmsum höftum eða tollum. Ætlunin var með þessu að ná að flytja meira út en inn, fá mismuninn greiddan í gulli eða öðrum góðmálmum og ná þannig að safna miklu af slíkum...
Af hverju er skarðið sem sumir hafa framan á hökunni kallað „pétursspor“?
Flestir kannast við að sumir hafa eins og skarð eða spor í höku. Þetta skarð er ýmis nefnt hökuskarð, pétursskarð eða pétursspor. Þrátt fyrir talsverða leit hefur ekki fundist sögn sem skýrir hvers vegna orðið pétursspor er kennt við Pétur, hugsanlega Pétur postula. Þó er rétt að nefna þá trú að sankti Pétur hafi ...
Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?
Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...
Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...
Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu?
Hnappurinn Alt Gr sem er hægra megin við bilstöngina (e. space bar) á flestum PC-lyklaborðum, er notaður til að fá fram ýmis sértákn. Á lyklaborðum sem eru stillt til að skrifa íslensku er til dæmis hægt að skrifa táknið @ með því að halda niðri Alt Gr og ýta á lykilinn Q. Skammstöfunin Alt stendur fyrir 'alter...
Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna?
Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því að minnið er býsna margbrotið og rannsóknir sálfræðinga hafa sýnt að greina má að ólík afbrigði þess. Aðgreining langtímaminnis og skammtímaminnis er til að mynda vel þekkt og hugtakið skammtímaminni er almenningi býsna tamt þótt hann noti það kannski ekki í nákvæmlega söm...
Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?
Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...
Hvert var fyrsta spendýrið?
Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...
Verða allar manneskjur kynþroska?
Allir heilbrigðir einstaklingar verða kynþroska en það er mjög einstaklingsbundið hvenær kynþroski hefst og hvernig hann þróast. Því er varhugavert að bera sig saman við aðra, þótt slíkt sé ofureðlilegt. Sum heilkenni hafa það hins vegar í för með sér að einstaklingar með þau verða ekki kynþroska eða að minnst...
Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?
Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...