Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1156 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu löng er drykklöng stund?

Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund? Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu he...

category-iconHugvísindi

Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?

Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur töfraformúlan hókus-pókus?

Töfraformúlan hókus-pókus er þekkt víða um heim í ýmsum myndum og hefur lengi þótt ómissandi hvar sem sjónhverfingar og töfrabrögð eru höfð í frammi. Töframaðurinn mælir þá þessi orð um leið og hann lætur eitthvað hverfa eða breytir einum hlut í annan. Stundum er látið nægja að segja „hókus-pókus“ en oft er einhve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar eru koppagrundir?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta? Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þ...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?

Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að komast í hann krappan“?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið bragð?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir orðið bragð, sbr. trúarbrögð, bragðarefur, brögð í tafli, afbragð, krókur á móti bragði. Ég átta mig á að bragð tengist lyktar- og matarskyni, sbr. bragðskyn og bragðlaukar. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvaða merkingu orðið hefur í dæmunum hér fyrir ofan. Orðið...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir holið í Hollandi?

Hol-ið í landaheitinu Holland er alls engin hola eða holrúm heldur táknaði það upprunalega skóg. Holland hét áður fyrr Holtlant, en það merkir bókstaflega skóglendi. 'Holt' þýðir skógur og 'lant' er sama og 'land'. Síðan hefur t-ið fallið úr nafninu. Horft til himins úr holtlendi. Eldri merking orðsins holt á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur. Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað stóð í saltara?

Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?

Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita páskarnir þessu nafni?

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...

category-iconHugvísindi

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt. Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét j...

Fleiri niðurstöður