Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 709 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Er eitthvað til í því að morgunroði boði vætu en kvöldroði þurrk? Ef svo er, hvers vegna?

Gömul trú er að morgunroðinn væti en kvöldroðinn bæti og er þá þurrkur talinn til bóta. Erfitt er að leggja mat á hversu marktæk þessi regla er. Við hefðbundnar veðurathuganir er roði á himni ekki skráður, svo að leita þyrfti annarra heimilda eða gera sérstakar athuganir um nokkra hríð. Hugsanlega mætti met...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?

Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, uta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er margmiðlun?

Margmiðlun er í raun sú aðferð að nota tvo eða fleiri miðla saman til að koma efni á framfæri. Þessir miðlar geta verið hljóð, myndir, kvikmyndir, texti, tónlist, gröf eða annað slíkt. Oftast þegar rætt er um margmiðlun er átt við margmiðlun í tölvum. Hún felur í sér getu tölva til að samþætta ofangreinda miðla í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?

Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest). Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?

Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysi ég x og y út úr jöfnunum y = 1 + x og 2x + 3y = 28?

Svokölluð jöfnuhneppi eru notuð þegar leysa þarf tvær jöfnur sem hafa tvær óþekktar stærðir. Þá er önnur óþekkta stærðin einangruð í annarri hvorri jöfnunni. Hún er síðan sett inn fyrir óþekktu stærðina í hinni jöfnunni. Í dæminu sem spyrjandi kemur með er y einangrað í fyrri jöfnunni. Þá þarf einungis að setja...

category-iconHugvísindi

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

category-iconHugvísindi

Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?

Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?

Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um lungun og hvað öndum við mörgum lítrum af lofti að okkur á sólarhring?

Lungun eru tveir svampkenndir, loftfylltir pokar sitt hvorum megin í brjóstholinu. Þau eru helstu öndunarfæri líkamans. Barkinn leiðir innöndunarloft ofan í lungun en hann klofnar í tvær berkjur sem síðan greinast í sífellt minni berklur í hvoru lunga. Á endum minnstu berklnanna eru klasar af blöðrum, svokölluðum ...

category-iconHagfræði

Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...

category-iconEfnafræði

Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

Fleiri niðurstöður