Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1888 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í gömlum landamerkjabréfum sem ég hef lesið er talað um sauðahús og beitarhús. Er munur á þessum húsum?

Eftir því sem best verður séð er lítill munur á þessum húsum. Beitarhúsin voru fjárhús sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta hestar orðið þunglyndir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?

Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...

category-iconAnswers in English

What is the shortest sentence in Icelandic to contain all the letters of the Icelandic alphabet?

Despite searching, I have not found a sentence that is said to be the shortest containing all the letters of the alphabet. It would need to have:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 letters.It is a good party game to try to make such a sentence but not an easy one. One would usually have ...

category-iconLandafræði

Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?

Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?

Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt): Synir hans láta verpa haug virðulegan ...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru völvur?

Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...

Fleiri niðurstöður