Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 866 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Kolgrafafjörður þessu nafni?

Kolgrafafjörður er norðanmegin á Snæfellsnesi, milli Grundarfjarðar að vestan og Hraunsfjarðar að austan. Nafnið Kolgrafafjörður er nú notað um fjörðinn allan, allt frá botni (Hlöðuvogi) og út undir Akureyjar. Að fornu var nafnið eingöngu notað um innri hluta fjarðarins, frá botni og fram undir þrengingarnar við H...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins salerni?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús? Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast. Fyrri hlutinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða gagn gera mýflugur?

Hér er einnig svarað spurningunni:Af hverju skapaði guð mýflugur fyrst þær eru svona pirrandi? Mý skiptist í rykmý sem er bæði i stöðuvötnum og straumvötnum og bitmý sem er aðeins í straumvötnum. Auk þess eru nokkrar aðrar ættir sem eru miklu fáliðaðri. Mýflugur eyða mestum hluta lífsferils síns sem lirfur á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lenda kettir alltaf á löppunum?

Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum. Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er straumur í ám?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið! Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn str...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?

Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...

category-iconÞjóðfræði

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?

Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Þingeyrar í Húnaþingi?

Þingeyrar er býli í Austur-Húnavatnssýslu milli Hóps og Húnavatns. Þar var klaustur fram að siðaskiptum árið 1550 en fyrir stofnun þess héldu Húnvetningar þing sitt á staðnum. Engar menjar tengdar þinginu hafa varðveist og þess er jafnframt ekki getið í heimildum eftir 1133 en það ár er talið stofnár klaustursins....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig urðu biskupsdæmi til og hver er saga þeirra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig komu biskupsumdæmin til með að vera? Biskupsdæmi eru eldfornar starfs- og stjórnunareiningar í kirkjunni. Til að byrja með voru þau sjálfstæð og óháð hvert öðru. Raunar mátti líta á hvert og eitt þeirra sem sjálfstæða kirkju. Í upphafi sátu biskupar í helstu bo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ef einhver er nirfill, hvað er hann þá?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þetta er kannski asnaleg spurning, en ef manneskja er nirfill hvað er hún þá? Hvað þýðir orðið nirfill?Orðið nirfill merkir 'aðsjáll maður, sá sem ekki lætur gjarnan út fé, svíðingur' og sögnin að nirfla merkir 'að draga saman fé með nísku og sparsemi'. Elst dæmi um nirfill ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa bleia eða bleyja? Hvaðan er orðið komið?

Samkvæmt Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, er jafn rétt að skrifa bleia og bleyja. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:63) er orðið skrifað bleia þar sem það er tökuorð úr dönsku ble og ekkert styður sérstaklega rithátt með -y-. Jafn rétt er að skrifa bleia og bleyja. Ák...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita vísindi þessu nafni?

Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...

category-iconHugvísindi

Hvenær kemur orðið prjón og sögnin að prjóna fyrst fyrir í íslensku máli eða riti?

Orðið prjón og sögnin að prjóna koma hvorki fyrir sem flettur í fornmálsorðabók Johans Fritzner né í seðlasafni Stofnunar Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn með orðum úr fornu óbundnu máli. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um sögnina að prjóna eru frá síðari hluta 16. aldar en dæmin um prjón eru eitthvað yngr...

Fleiri niðurstöður