Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1141 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Moskvu, höfuðborg Rússlands?

Rússland er stærsta land jarðarinnar að flatarmáli og það níunda fjölmennasta en 143,4 milljónir manna eru búsettar þar í landi. Í Moskvu búa 11,5 milljónir manna eða um 8% af íbúafjölda Rússlands. Kreml-borgarvirkið prýðir Moskvuborg. Stærð Moskvu er 2511 km2 svo að fjöldi íbúa á hvern ferkílómetra er um 4580...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er staða eineltismála á Íslandi sú sama og í nágrannalöndunum?

Til þess að svara þessari spurningu þyrfti að gera nýrri, stærri og yfirgripsmeiri rannsóknir á Íslandi. Þær rannsóknir sem til eru benda þó til þess að Ísland skeri sig ekki á neinn hátt frá nágrannalöndunum. Tíðnin virðist vera sú sama hér og annarsstaðar og það virðist vera álíka erfitt að koma í veg fyrir eine...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust steindrangarnir tveir við Drangey?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaðan kemur nafnið á Drangey? Nú stendur sunnan við eyna Drangey í Skagafirði eyjan Kerling, sagan segir að önnur eyja hafi einhvern tíma verið norðan við eyna sem hét Karl. Svo ég spyr: er vitað hvenær Karlinn hrundi? Drangey mun bera nafn af dröngum tveim, Karli og Kerlin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconHugvísindi

Af hverju byrjar ekkert orð á bókstafnum ð og af hverju er sagt að þ megi ekki koma fyrir inni í orði?

Hljóðkerfi tungumála eru mismunandi. Til dæmis eru sum hljóð til í einu máli en ekki öðru og sama gildir um hljóðasambönd. Við Íslendingar tökum oft eftir þessu þegar grannþjóðir okkar tala ensku og reyna að segja hljóðin sem við táknum með þ og ð og berum fram vandræðalaust. Þessi hljóð eru þessum þjóðum framandi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Hrunagil og Hvannárgil sem nú eru oft í fréttum vegna gossins á Fimmvörðuhálsi?

Í kjölfar eldgossins sem hófst í Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 hafa Hrunagil og Hvannárgil oft verið í fréttum þar sem tignarlegir hraunfossar hafa fallið ofan í bæði gilin. Hrunagil Innst (austast) á Goðalandi heita Hrunar. Talað er um tvenna Hruna sem ýmist eru kallaðir Stóri-Hruni og Litli-Hruni eða F...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hraðskreiðasti bíllinn sem leyfilegt er að aka í almennri umferð?

Hraðskreiðasti bíll heims sem leyfilegt er að aka í almennri umferð er SSC Ultimate Aero TT. Hann hefur haldið þeim titli undanfarin þrjú ár. Bílinn hefur náð 411,99 km/klst en gera má ráð fyrir að það hafi ekki verið innan um venjulega umferð! Bíllinn er framleiddur af Shelby SuperCars en það fyrirtæki sérhæfir s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...

category-iconSálfræði

Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?

Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl. Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum? Álver og bílar eiga það sameiginlegt að valda bæði staðbundinni og hnattrænni mengun. Með staðbundinni mengun er átt við efni sem f...

category-iconLæknisfræði

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?

Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...

Fleiri niðurstöður