Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7292 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að eigendur einkahlutafélaga geti greitt sér þóknun sem arð í stað launa?

Arður er útborgun hagnaðar til eiganda félags eftir að allur kostnaður þar með talinn launakostnaður hefur verið dreginn frá tekjum þess. Almennt er miðað við að laun séu ákveðin samkvæmt kjarasamningum eða með öðrum samningum milli innbyrðis óháðra aðila. Þegar svo háttar að sá sem ræður félagi er jafnframt starf...

category-iconFornleifafræði

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag. Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann k...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?

Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?

Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconHeimspeki

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?

Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 1...

category-iconEfnafræði

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?

Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er J-ferill?

Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp á GSM-símum?

Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á venjulegum hlébarða og snjóhlébarða?

Hlébarði (Panthera pardus) og snjóhlébarðinn, sem oftar er nefndur snæhlébarði (Leo uncia) eru tvær fjarskyldar tegundir af kattarætt (Felidae). Talsverður útlitsmunur er á þessum tegundum. Hlébarðar eru mun stærri dýr og vega frá 50-100 kg en snæhlébarðar eru einungis um 23-41 kg. Snæhlébarðar lifa við mj...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað verða þrestir gamlir?

Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd. Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár o...

category-iconLæknisfræði

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

Fleiri niðurstöður