Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1498 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig æxlast froskar?

Óhætt er að segja að æxlunarhættir froska séu þeir „upprunalegustu“ meðal landhryggdýra, sérstaklega þegar haft er í huga að frjóvgun eggja verður fyrir utan líkama kvendýrsins en ekki innvortis eins og tíðkast meðal annarra landhryggdýra (fugla, skriðdýra og spendýra). Að því leyti líkjast æxlunarhættir froskdýra...

category-iconUmhverfismál

Hversu stór hluti landsins hefur farið undir lón við vatnsvirkjanir?

Landsvirkjun á og rekur öll lón og veitur í landinu sem orð er á gerandi. Landið allt er 103.000 km2 og sé flatarmál allra lóna lagt saman nemur það um 0,25% af flatarmáli landsins ef Þórisvatn, sem er þeirra stærst, er allt tekið með í reikninginn. Lón og veitur eru því samtals um 260 km2. Þórisvatn var þó að...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?

Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið jafndægur?

Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haust...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur þingrof?

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? og Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör. Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þingstörfum lýkur fljótlega eftir að...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri g...

category-iconHugvísindi

Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?

Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?

Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?

Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið sálufélagi?

Orðið sálufélagi (e. soul mate) er notað um þann sem er andlega skyldur einhverjum. Þá er átt við tveir eða fleiri hafi svipaðar skoðanir og lífsskilning. Orðið virðist ekki gamalt í málinu en sálufélag er til í söfnum Orðabókar Háskólans allt frá 17. öld. Talað er um pólitískt sálufélag, andlegt sálufélag og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

Fleiri niðurstöður