Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað búa margir á Íslandi núna og hvað verða það margir eftir fimm ár?
Orðið núna í spurningunni gerir það að verkum að svarið er síbreytilegt. Sá fjöldi sem býr á Íslandi þegar þetta svar er skrifað, í júlí árið 2013, verður eflaust ekki sá sami og þegar svarið er lesið árið 2015 eða 2018. Í stað þess að gefa hér upp ákveðna tölu um fjölda þeirra sem búa á Íslandi, tölu sem verður ú...
Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?
Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...
Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?
Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmag...
Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....
Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Hvar var Helena hin fagra í Trójustríðinu og hvað varð um hana eftir stríðið?
Þetta er ágætis spurning enda er brottnám Helenu hinnar fögru kveikjan að elstu og þekktustu bókmenntum Grikkja, Ilíons- og Ódysseifskviðu. Þegar Helena er numin á brott af París, syni Príamusar Trójukonungs, frá eiginmanni sínum Menelási í Spörtu, halda Grikkir til Tróju í því skyni að endurheimta hana. Við t...
Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?
Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða. Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:a = (57,3 * D) / dþar sem a stendur fyrir horns...
Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?
Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...
Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?
Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Guðmundsdóttur: Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er ...
Er til dýr sem heitir lígur? Það er sagt vera blanda af ljóni og tígrisdýri.
Já, til er dýr sem kallast lígur. Lígur er blendingur, afkvæmi karlljóns og tígrisynju. Afkvæmi ljónynju og karltígurs kallast síðan lígon. Ólíkt flestum blendingum annarra dýrategunda eru kvendýr þessara blendinga stundum frjó. Nánar má lesa um blendinga í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hefur t...
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna? - Myndband
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930-1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbur...
Stundum er sagt að einhver sé óprúttinn, en er þá líka hægt að vera prúttinn?
Lýsingarorðið prúttinn hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um þann sem er hneigður til að prútta og hins vegar um þann sem er grandvar og er því vel hægt að vera prúttinn án þess að því fylgi niðrun. Í síðari merkingunni er orðið þó oftast haft með neitun, ekki prúttinn eða óprúttinn. Hér gæti...
Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?
Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur vi...