Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1114 svör fundust
Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?
Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...
Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?
Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...
Hvað eru margir kettir á Íslandi?
Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði. Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldi...
Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?
District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...
Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?
Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...
Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er staðan á þágufallssýki í dag? Stendur yfirvöldum á sama? Verður bráðum jafnrétt að segja "mig langar" og "mér langar"? Önnur spurning um sama efni: Er því mögulegu að vera svo langt leiddum í þágufallssýki að öllu því sem manni mælir sé í þágufalli?Vísindavefurinn ...
Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?
Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...
Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?
Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum...
Hvað er eþos?
Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...
Hvernig getum við hugsað?
Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...
Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?
Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?
Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...
Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...
Af hverju kann ég ekki að fljúga?
Löngu áður en flugvélar voru fundnar upp dreymdi menn um að geta flogið um loftin blá eins og fuglarnir. Hins vegar erum við mennirnir, rétt eins og mikill meirihluti allra dýra í dýraríkinu, ekki gerðir til þess að fljúga, að minnsta kosti ekki án hjálpartækja. Menn þarfnast hjálpartækja til að geta flogið. Þo...
Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?
Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....