Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4878 svör fundust
Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?
Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?
Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...
Má Seðlabanki Íslands kaupa ríkisskuldabréf?
Seðlabanki Íslands má kaupa ríkisskuldabréf. Það er tekið fram í lögum nr. 36/2001 um bankann, í grein 8. Hins vegar er jafnframt tekið fram í lögunum, í grein 16, að bankanum sé óheimilt að veita ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum lán. Það var mikið framfaraskref á sínum tíma þ...
Af hverju missir maður stundum bragð- og lyktarskyn þegar maður er kvefaður?
Einkenni kvefs stafa af viðbrögðum ónæmiskerfis okkar gegn sýklum (einhverri af þeim um 100 veirum sem valda kvefi). Eitt þessara einkenna er að nefgöngin stíflast af slími og er það ástæðan fyrir því að við finnum ekki lykt af mat né öðru. Ilmefni berast okkur í svonefndum gasham. Ilmefnin komast ekki að lykta...
Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?
Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...
Af hverju vill amma mín endilega sofa þannig að hún snúi í austur eða vestur?
Spurningin í heild sinni hljóðað svona: Amma mín vill endilega sofa með höfuðið í austur eða vestur, en ekki í norður eða suður. Er eitthvað til í því eða er þetta hjátrú? Þessi venja tengist væntanlega hefðum og siðum innan kirkjunnar. Samkvæmt kristinni trú er sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar (aust...
Er hægt að stela frá sjálfum sér?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu. Svarið fer til að mynda eftir því hvaða skilningur er lagður í sögnina 'að stela' og eins skiptir máli hverju er stolið. Stundum hafa menn á orði að 'einhverju sé alveg stolið úr þeim' og er þá yfirleitt átt við að þeir muni ekki eitthvað. Í því tilviki væri hægt að ...
Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?
Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...
Hvaða meginflokki hryggleysingja tilheyra maríubjöllur og hvernig eru þær flokkaðar?
Maríubjöllur (Coccinella spp.) eru afar fallegar bjöllur og áberandi skordýr sem vekja jafnan eftirtekt þar sem þær finnast, meðal annars á Íslandi. Þetta eru smáar bjöllur frá 0,8 til 1,8 mm á stærð. Sjöbletta maríubjalla (Coccinella septempunctata), algengasta maríubjallan í Evrópu. Maríubjöllur eru flokka...
Hver er útbreiðsla úlfa?
Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...
Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?
Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...
Hvað geta úlfar orðið stórir?
Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...
Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?
Flestir kannast við að hafa séð skrautlega plastborða með krullaða (upprúllaða) enda bundna utan um ýmsar gjafar. Krullurnar má framkalla með því að klemma borðann nokkuð fast milli þumalfingurs annarrar handar og skæriseggjar og grípa með hinni hendinni utan um borðann nokkru framar (sjá mynd 1). Síðan eru hendur...
Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?
Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...