Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7108 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er Kallmansheilkenni?

Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...

category-iconHugvísindi

Hvaða heimildir eru til um Tyrkjaránið?

Tyrkjaránið er minnisstæður atburður sem átti sér stað sumarið 1627. Ránsmannaflokkar frá Norður-Afríku gerðu strandhögg í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum, drápu um 50 manns en tóku hátt í 400 manns herfangi sem þeir seldu á þrælamörkuðum í heimahöfnum sínum. Um 50 manns voru keyptir aftur heim með la...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var Alþingi stofnað?

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar geðlyfið Haldol?

Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?

Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?

Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er síðnýlendustefna?

Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...

category-iconFélagsvísindi almennt

Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?

Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?

Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er a...

category-iconMannfræði

Hvernig er hægt að rökstyðja að holræsi séu jafn menningarleg og sinfóníur?

Svarið við þessari spurningu ræðst að sjálfsögðu af því hvaða merking lögð er í hugtakið menning og afsprengi þess, menningarlegur. Rétt er að vara lesendur við því að hér verður því haldið fram að holræsi séu mun menningarlegra fyrirbæri en sinfóníur. En fyrst örfá orð um menningu. Í enskumælandi löndum er ísl...

category-iconSálfræði

Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?

Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að vifta kælir í stað þess að loftið ætti að hitna við hreyfinguna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Viftan kemur lofti á hreyfingu. Aukin hreyfiorka veldur oftast hita. Hvernig stendur á því að vifta kælir?Ef vifta er í gangi inni í lokuðu rými kólnar loftið í rýminu ekki heldur hitnar smám saman. Í því felst lykillinn að þessari slungnu spurningu. Viftan kælir fleti sem eru ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tunguhaft?

Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt. Hjá ...

Fleiri niðurstöður