Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1701 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?
Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...
Hvernig líta íslenskir draugar út?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér hvernig draugar líta eða litu út á Íslandi, ekki Hollywood-útgáfan? Er eitthvað fjallað um það í Íslendingasögu og þjóðsögum? Ég er að gera leirskúlptúr við ljóðið Móðir mín i kví kví og mig vantar góða mynd í kollinn minn hvernig barnið (draugurinn) á að...
Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?
Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. B...
Hvað er efst á baugi?
Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...
Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...
Af hverju byrjar vikan á sunnudegi en ekki mánudegi?
Það er eingöngu hefð sem ræður því að margir líta svo á að sunnudagur sé fyrsti dagur vikunnar. Hefðin komst á með kristninni og var í samræma við forna hefð Gyðinga. Sé miðað við íslensk heiti á vikudögunum er hentugt að líta á sunnudaginn sem fyrsta dag vikunnar; þá er miðvikudagurinn í miðri viku, þriðjudagu...
Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...
Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?
Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...
Hvers konar ríma er Tímaríma?
Árið 1783 kom út í Hrappsey hin óvenjulega Tímaríma Jóns Sigurðssonar Dalaskálds (1685-1720) en hún var áður prentuð í Kaupmannahöfn 1772. Rímur voru almennt kveðnar til skemmtunar og ein helsta dægradvöl þjóðarinnar í aldanna rás. Tímaríma er engin undantekning frá því en hún er um leið gagnrýnin og sver sig í æt...
Hvað getið þið sagt mér um andaglas?
Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...
Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?
Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...
Hvað er guð stór upp á cm?
Spurningin felur í sér fullyrðingu: Að guð sé til. Um þetta eru auðvitað ekki allir sammála eins og fjallað er nánar um í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Er guð til? Ef gert er ráð fyrir að til séu æðri máttarvöld eru lýsingar á útliti þeirra æði misjafnar. Guðir margra trúarbragða líta út ei...
Af hverju var Leifur skírður Leifur?
Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...
Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?
Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...