Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 658 svör fundust
Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?
Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...
Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...
Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?
Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að lei...
Getum við lifað á Mars?
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...
Hver er vistfræðilegur sess hornsílis í fæðuvef Mývatns?
Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í vistkerfi Mývatns, til dæmis á fæðuvef vatnsins með því meðal annars að skoða magainnihald fiska eins og hornsílisins (Gasterosteus aculeatus) og fugla. Rannsóknir hafa sýnt að helsta fæða hornsíla eru smávaxnir hryggleysingjar eins og árfætla (Copepod...
Hversu langa vegalengd táknar hver cm á Íslandskorti sem er í mælikvarðanum 1:800 000?
Á kortum þarf að vera mælikvarði til þess að lesandinn geti áttað sig á því hvert hlutfallið er á milli raunverulegra vegalengda á yfirborði jarðar og vegalengda á kortinu. Mælikvarðinn segir þá til um það hversu mikið er búið að smækka raunveruleikann. Þetta þýðir að í dæminu sem hér er spurt um samsvarar 1 cm...
Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?
Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum. Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf ...
Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...
Hvað gera dýrafræðingar?
Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...
Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?
Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...
Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...
Eru nagladekk öruggasti kosturinn í umferðinni?
Ótal þættir hafa áhrif á öryggi í umferðinni, bæði tæknilegir og ekki síður mannlegir. Umferðarmannvirki eru yfirleitt hönnuð til að leiða umferðina sem um þau fer á öruggan og skilvirkan hátt. Það á við um alla vegbygginguna (burðarlög, slitlög og axlir), halla og legu vegarins, umferðarmerkingar svo og öryggisma...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...
Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?
Það er ómögulegt að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem einu heimildirnar okkar eru steingervingar og þeir segja okkur ekki mikið um stofnstærð einstakra tegunda. Ef við gefum okkur þó að samhengi sé á milli fjölda steingervingafunda og þess hversu algeng tegund var þegar hún þrammaði um jörði...