Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1770 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða maurategundir hafa fundist hér á landi en ekki náð fótfestu?

Tæplega 20 tegundir maura hafa fundist hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu; húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Um þessar tegundir er fjallað í svari við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi? Í þessu svari er sagt frá nokkrum tegundum sem hafa fundist...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað var stærsti fíllinn stór?

Stærsti einstaki fíllinn sem skráðar heimildir eru til um var karlkyns afrískur fíll (Loxodonta africana) sem skotinn var í suðurhluta Angóla árið 1974. Þessi fíll var gríðastór skepna og vó hann rúmlega 12 tonn. Hann mældist 4,16 m á herðakamb og var 10,67 m frá ranabroddi til rófuenda. Fíllinn var stoppaður ...

category-iconLandafræði

Í hvaða hæð yfir sjávarmáli er flugvöllurinn á Egilsstöðum?

Egilsstaðaflugvöllur er aðalflugvöllur fyrir Austurland og varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Núverandi flugbraut var tekin í notkun þann 23. september 1993. Flugbrautin er í 76 feta hæð eða um 23 m yfir sjávarmáli. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?

Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin. Til vinstri má sjá Hólmatind.Flestir eiga ekki ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru tíu mílur margir km?

Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?

Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem ræður hitastigi á jörðinni, er það bara geislun frá sólinni?

Flestum finnst það eflaust blasa við að sólskinið hitar jörðina, og því sterkara sem það er þeim mun heitara verður. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Sólin hitar jörðina með varmageislun. Styrkur geislunar utan úr geimnum er um 1370 W/m2 í efstu lögum lofthjúpsins sem jafngildir því að um 23 ljósaperur (60W...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er móðurmál?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (1983) er „móðurmál” skilgreint sem 'mál sem e-r hefur lært sem barn og er alinn upp við; ríkismál í heimalandi'. En merking orðsins er víðari. Með hugtakinu er ekki aðeins átt við það mál sem móðirin talar. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, þá dreymir á og s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?

Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169). Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er 1997 prímtala?

Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?

Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...

Fleiri niðurstöður