Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9635 svör fundust
Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?
Í líkindareikningi, sem og öðrum greinum stærðfræðinnar, er upphrópunarmerkið notað á eftir tölu til að tákna margfeldi tölunnar sem það stendur við og allra náttúrulegra talna sem eru minni en talan sjálf. Táknið er lesið „hrópmerkt“ þannig að n! er sagt vera n hrópmerkt. Um þetta gildir til dæmis:3! = 3 · 2 · 1 ...
Hvert var verðmæti eins sterlingspunds árið 1932?
Verðlag í Bretlandi er nú, í maí 2002, fjörutíu sinnum hærra en það var árið 1932 ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs þar í landi. Fyrir eitt sterlingspund árið 1932 var því hægt að kaupa álíka mikið og fyrir 40 sterlingspund nú. Rétt er að hafa í huga að slíkur samanburður er af ýmsum ástæðum mjög erf...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Hver fann upp sjónvarpið og hvenær?
Skoski verkfræðingurinn John Logie Baird (1888-1946) fann upp sjónvarpið. Hann sendi út fyrstu sjónvarpsmyndirnar frá herbergi á Central Hotel í Glasgow árið 1924. Þar var aðeins um útlínur hluta að ræða. Fyrsta andlitið birtist á skjánum hjá Baird ári seinna og fyrstu sjónvarpsmyndirnar af hlutum á hreyfingu þann...
Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?
Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Hvenær fæddist og dó Claude Monet?
Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...
Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?
Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...
Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?
Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóst...
Voru Daltonbræðurnir til?
Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...
Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?
Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...
Dóu sverðtígrar út vegna of stórra vígtanna?
Að öllum líkindum dóu hinir svokölluðu sverðtígrar, það er tegundirnar Smilodon fatalis og Smilodon populator, út undir lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 til 12 þúsund árum síðan. Menn hafa mikið velt því fyrir sér hvers vegna þessi öflugu en sérhæfðu rándýr hafi horfið af sjónarsviðinu. Útbreiðsla tegundanna sk...
Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...
Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...
Hver var gyðjan Ekkó?
Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri. Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f....