Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3076 svör fundust
Lögð er fram þraut um þrjá stráka, boltakaup og skiptingu afgangs þar sem ein króna virðist enda í lausu lofti.
Þrautin í heild er sem hér segir:Þrír strákar ætla að kaupa bolta á 30 kr. og leggja til 10 kr. hver. Senda einn pabbann í búðina en þá sér hann að boltinn kostar bara 25 krónur. Hann kaupir boltann en kann engin ráð til að skipta 5 kr. í þrennt. Hann lætur því strákana fá eina krónu hvern en heldur sjálfur eftir ...
Ein af ástæðunum fyrir vígi Jóns Gerrekssonar biskups 1433 er talin vera Kirkjubólsbrenna. Er vitað hvar á landinu Kirkjuból var?
Kirkjuból það sem Kirkjubólsbrenna 1433 er kennd við er á Garðskaga í Gullbringusýslu. Heimild: Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland. 2. bindi, 1981, bls. 243....
Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?
Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið ...
Hvað eru nútímahraun?
Nútímahraun eru öll þau hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Núverandi jarðsögutímabil kallast kvarter og það skiptist í tvö önnur jarðsögutímabil. Eldra tímabilið nefnist pleistósen, eða ísöld á íslensku, en hið yngra hólósen, eða nútími á íslensku.[...
Hver var Nobunaga Oda og hvaða hlutverki gegndi hann við sameiningu Japans?
Nobunaga Oda (1534-1582) var einn af valdamestu lénsherrum (daimyo) í Japan á sextándu öld. Það tímabil hefur verið nefnt sengoku-öldin (戦国時代) í japanskri sögu. Hugtakið daimyo hefur gjarnan verið þýtt sem barón á íslensku en hér verður notast við orðið lénsherra sem er meira lýsandi. ...
Hverjir voru Rauðu khmerarnir?
Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...
Er úruxinn enn til sem sérstök tegund?
Upprunalega hljóðað spurningin svona:Mér hefur skilist að forfaðir núverandi nautgripa, það er húsdýranna, sé svokalaður úruxi. Er hann ennþá til sem sérstök tegund eða sem undirtegund innan ættkvíslarinnar eins og til dæmis yak eða vatnabuffall? Úruxinn (Bos primigenius) er réttilega forfaðir núlifandi nautgri...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?
Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...
Hvað eru margar blómategundir til á jörðinni?
Langflestar jurtir jarðar tilheyra fylkingu blómplantna (angiosperm) eða dulfrævinga. Blómplöntur hafa lokað eggleg og mynda fræ og aldin. Áætlað er að tegundir blómplantna séu í kringum 250 þúsund. Blómplöntur finnast á ótrúlega fjölbreytilegu búsvæði á þurrlendi jarðar en flestar tegundir finnast í regnskógu...
Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?
Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...
Við bræðurnir lentum í rifrildi um hvort íslenski hákarlinn sé í útrýmingarhættu. Við viljum að þið hafið lokaorðið og segið okkur hvort svo sé.
Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland? Kunnasta tegundin ber latneska heitið Somniosus microcephalus og heitir einfaldlega hákarl á íslensku en gengur einnig undir heitinu grænlandshákar...
Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?
Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...
Hvar á landinu eru flest gjóskulög?
Flest eru gjóskulög í jarðvegi á Suðurlandi, innan Austur-gosbeltis og í nágrenni þess. Austan Mýrdalsjökuls og Kötlu eru allt að 200 gjóskulög í jarðvegi (sjá mynd 1), og þau geta verið 70-75% af heildarþykkt hans. Frá ströndinni sunnan Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls, norður yfir miðhálendið að Svartárvatni og aust...
Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?
Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...