Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7668 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?
Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...
Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?
Vísindamenn telja að það geti verið mögulegt að einrækta útdauð dýr. Vitað er að það eru tilraunir í gangi með slíkt, til dæmis telja japanskir vísindamenn að þeir geti einræktað loðfíl innan nokkurra ár. Hins vegar er einræktun mjög flókin, jafnvel þó ekki sé um útdauðar tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að þeg...
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hver er uppruni og merking orðasambandsins að vera með böggum hildar?
Orðasambandið að vera með böggum hildar merkir að ‘vera kvíðinn, áhyggjufullur’, til dæmis „Jón var með böggum hildar í nokkra daga áður en hann fór í bílprófið.“ Elstu dæmi um það í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 19. aldar úr riti Guðmundar Jónssonar, Safn af íslenzkum orðskviðum (1830). Þetta er ...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið?
Ísaldir skilja eftir sig margvíslegar menjar sem jarðfræðingar geta greint og túlkað. Þar má fyrst telja jökulsorfnar klappir, eins og í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, og jökulruðning sem jöklar ísaldar hafa skilið eftir sig. Ennfremur U-laga dali og firði, sem skriðjöklar ísaldar hafa sorfið. Hér á landi bera móbergs...
Hvernig hafa fuglar mök?
Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Hvað gerist þegar jöklar hopa?
Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á lágle...
Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?
Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...
Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?
Væntanlega hafa einhverjir lent í því að finna skítaspörð eftir nagdýr á heimili sínu. Fólk veltir því þá kannski fyrir sér hvort um sé að ræða músaspörð eða spörð eftir rottu. Til að skera úr um það þarf fyrst og fremst að huga að stærð og lögun skítsins. Rottur eru miklu stærri en mýs, brúnrottur sem eru langalg...
Af hverju glitrar snjórinn?
Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar. Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja...
Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir?
Rannsóknir á fæðuvali ísbjarna (Ursus maritimus) hafa sýnt að selir eru helsta fæða þeirra. Hringanóri (Phoca hispida) skipar þar stærstan sess en á sumum svæðum er kampselur (Erignathus barbatus) næst mikilvægasta fæðan. Aðrar selategundir sem ísbirnir veiða eru vöðuselur (Pagophilus groenlandicus) og blöðruselur...
Er þyngdarafl Úranusar svipað og sólarinnar?
Þyngdarkraftur frá hlut er í réttu hlutfalli við massa hlutarins eða efnismagn. Massi sólarinnar er 23.000 sinnum meiri en massi Úranusar og þyngdarkraftur frá sól er að sama skapi meiri en þyngdarkraftur frá Úranusi, miðað við sömu fjarlægð frá miðju hnattanna. En við viljum kannski ekki endilega miða við sömu...