Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4788 svör fundust
Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...
Var eiginmaður Auðar djúpúðgu konungur í Dyflinni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég hef lesið, að Ólafur, eiginmaður Auðar djúpúðgu, hafi verið konungur eða víkingakonungur í Dublin á Írlandi. Lét hann eitthvað eftir sig þar? Markaði hann einhver spor á Írlandi? Þau Auður áttu væntanlega afkvæmi, syni og dætur, hvað varð um þau? Laxdæla og Landnámabók segja...
Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?
Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...
Er til íslenskt orð yfir phubbing?
Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess...
Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svo:Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma? Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve h...
Hvernig myndast nifteindastjörnur?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...
Hvaða orkugjafar eru algengastir við raforkuframleiðslu í heiminum?
Raforkuframleiðsla á Íslandi kemur nær eingöngu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um 70% af raforkuframleiðslunni kemur frá vatnsafli eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Fróðlegt getur verið að bera saman raforkuframleiðslu eftir löndum og sjá hvaða orkugjafi sér flestum ja...
Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...
Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?
Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...
Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...
Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?
Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...
Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?
Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...
Hvernig var menningin í Kína á fimmtu öld?
Þrátt fyrir að fimmta öldin í Kína hafi verið undirlögð af borgarastyrjöld og blóðbaði, blómstraði menningarlífið sem aldrei fyrr. Erfitt er að segja til um af hverju þetta stafaði en ef til vill skapaði ástandið nægan efnivið í sögur og listaverk eða þá að afskiptaleysi stjórnvalda, sem voru of upptekin við að ha...