Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4348 svör fundust
Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?
Nei, hvergi í lögum er tekið sérstaklega á þess háttar athæfi, enda ekki verið að brjóta neitt með því að setja peninga í útrunna stöðumæla. Miklu frekar er einmitt verið að framfylgja þeim reglum að greiða eigi fyrir afnot af bílastæðum á ákveðnum svæðum og vandséð hvaða lögbrot ætti að felast í því að greiða fyr...
Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Aðalmerkingarnar eru tvær: ‘særa einhvern lítillega, veita einhverjum smásár’ og stýrir hún í því tilviki alltaf þolfalli samkvæmt dæmasafni Orðabókar Háskólans; ‘hreinsa til dæmis endaþarmsop’.Í eldra máli stýrði sögnin einnig þolfalli í seinna tilvikinu og þannig...
Hversu lengi getur hækkun á hlutabréfum fyrirtækja haldið áfram? Endar ekki með því að eitthvað springur?
Það er út af fyrir sig ekkert því til fyrirstöðu að hlutabréfaverð haldi áfram að þróast svipað og það hefur gert undanfarin ár, lækka suma daga en hækka aðra og hækki smátt og smátt þegar til langs tíma er litið. Söguleg reynsla sýnir að hlutabréf geta hækkað í verði smátt og smátt áratugum saman og ekkert bendir...
Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?
Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...
Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...
Hvenær fæddist Jesús Kristur?
Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...
Hvert er póstnúmerið (Zip Code) í New York?
Þessi spurning fellur ekki undir verksvið Vísindavefsins eins og hún er fram sett. Við svörum þó oft slíkum spurningum með því að veita einhvern almennan fróðleik um leið eða með því að benda lesendum á hvernig megi afla upplýsinga, til dæmis á Veraldarvefnum. Og svo þykir okkur ágætt að geta orðið að liði ef note...
Hvað merkir orðasambandið „von úr viti“? Til dæmis að eitthvað endist von úr viti?
Orðasambandið von úr viti er þekkt frá síðari hluta 18. aldar í merkingunni ‛afar lengi’. Það er notað með ýmsum sögnum til dæmis endast, kjafta, ríða, spyrja einhvern von úr viti. Ekki er alveg ljóst hvernig sambandið er hugsað. Vit merkir ‛skynsemi, greind, hyggindi’ og von ‛eitthvað sem maðu...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Er Loch Ness skrímslið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er búið að sanna með óyggjandi hætti að Loch Ness skrímslið sé ekki til? Skrímslið í Loch Ness er svonefnt duldýr (e. cryptid) af óþekktri tegund sem sagt er að búi í stöðuvatninu Ness við bæinn Inverness í Skotlandi. Jafnan er talið að Nessie, líkt og heimamenn kalla d...
Hvað þýðir orðatiltækið að vera á mála hjá einhverjum?
Orðasambandið að vera á mála hjá einhverjum er haft um það þegar maður er samningsbundinn til að vinna fyrir einhvern með því að vera hluti af liði hans. Í íþróttafréttum er þetta stundum notað um samninga leikmanna. Eiður Smári var á mála hjá Barcelona áður en hann gerði samning við Monaco. Orðið máli merkir a...
Hvað merkir að vera viðlátinn og við hvað er átt þegar einhver er vant við látinn?
Lýsingarorðið viðlátinn þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛undirbúinn undir, tilbúinn til’ og hélst sú merking fram eftir öldum. Dæmi úr Heilagra manna sögum er: „hann kveðzt síðar mundo betr viðlátinn um gjöldin“. Í nútímamáli er aðalmerkingin ‛viðstaddur, nærstaddur’ og eru um hana góðar heimi...
Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?
Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...