Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 827 svör fundust
Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...
Hvenær verða íslenskir stóðhestar kynþroska og hvaða þættir hafa þar áhrif?
Upprunalega spurningin snerist um kynþroskaaldur stóðhesta en í svarinu verður einnig fjallað hvaða þættir hafa þar áhrif, eins og um líkamlegt atgervi og hvernig þeir eru haldnir. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir stóðhestar eru að meðaltali stærri og líkamlega öflugri en hryssur. Þeir hafa til dæmis að jafnað...
Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...
Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?
Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...
Hvað er gláka?
Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma ...
Úr hverju er köngulóarvefur? Væri hægt að framleiða hann?
Köngulóarvefur er geysilega sterkur. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að segja að efnið í vefnum sé nógu sterkt til að köngulóarvefur sem er svipaður að ummáli og pensill gæti stöðvað Boeing 747 þotu á flugi! Uppistaðan í köngulóarvefnum er fjölliða prótín sem nefnist fibróín (e. fibroin). Þræðirnir sem kö...
Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?
Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...
Hvaða hlutverki gegnir brisið í líkamanum?
Briskirtillinn eða brisið er svolítið sérstakur kirtill þar sem hann er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Á leiðinni í skeifugörnina sameinast brisgöng gallgöngum frá lifur. Brissafinn er g...
Hvers vegna eykst sykursýki hjá börnum og unglingum svona mikið?
Á síðustu þremur áratugum að minnsta kosti hefur nýgengi og algengi sykursýki hjá börnum og unglingum aukist jafnt og þétt, einkum í vestrænum löndum. Tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru með því hæsta í heiminum. Aukningin hefur þar verið 3-3,5 % á ári. Nýgengi er skráð sem fjöldi tilfella á ári hjá börnum innan 15...
Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?
Í þjóðfræði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru eftirfarandi tvö námskeið í boði, sem tengjast norrænni goðafræði: Norrænar goðsögur (5e) · H · 4F [ECTS: 10] Kennari: Prof. John Lindow, Fulbright lektor Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði ...
Er hægt að setja rafsegulfræðina fram með hnikareikningi, svipað og aflfræði og ljósfræði?
Spurningin í heild sinni:Í eðlisfræði má setja aflfræðina fram þannig að ögn fer þá leið sem hefur minnstu verkun (eða verkunin fyrir þá leið er útgildi eða söðulpunktur). Ljósfræðina má skýra með því að sama gildi fyrir tíma. En er eitthvert sambærilegt lögmál sem við höfum fyrir rafsegulfræðina? [flókið svar ósk...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?
Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...
Hvað merkir örnefnið ‘Smjörbítill’ og hvaðan kemur orðið ‘bítill’?
Spurningin var í heild sinni svona: Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’? Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. H...
Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?
Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...