Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust
Hvaða ár urðu bílar til?
Það er frekar erfitt að segja nákvæmlega hvenær fyrstu bílarnir urðu til. Bílar eins og við þekkjum þá voru ekki fundnir upp í einu vetfangi heldur þróuðust þeir af eldri farartækjum. Fyrstu gufuknúnu bílarnir voru smíðaðir á seinni hluta 18. aldar. Reyndar eru til sögur um að kaþólskur prestur að nafni Ferdina...
Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?
Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...
Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?
Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...
Hvað veldur déjà vu, það er tilfinningunni um að maður hafi gert eða séð eitthvað áður?
Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í þeim sálfræðihandbókum sem við höfum flett í er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið. Við höfum aðeins rekist á tvær kenningar um déjà vu og eru þær báðar eftir fræðimanninn Graham Reed. Skilgreiningin á déjà vu er sú að okkur finnst við haf...
Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...
Af hverju heita páskarnir þessu nafni?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...
Er hægt að æla galli?
Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá sm...
Hvað blikkum við augunum oft á dag?
Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...
Hvenær kom fyrsta tölvan?
Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? kemur fram að margir telja fyrstu tölvuna hafa verið reiknivél sem smíðuð var við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vél þessi kallaðist ENIAC og var vinnslugeta hennar á við lítinn vasare...
Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?
Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í Peking sem fram fara 8. til 24. ágúst 2008 eru taldar upp 38 mismunandi íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum. Með því að smella hér má sjá lista yfir þessar greinar. Flestar, ef ekki allar íþróttagreinarnar telja fleiri en eina keppnisgrein, til dæmis er keppt í mörg...
Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?
Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...
Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...
Hvernig get ég stökkbreyst?
Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...
Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?
Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýr...
Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?
Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...