Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?
Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...
Hvernig urðu jörðin og hinar reikistjörnurnar til?
Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar. Þessar einingar mynduðu að lokum reikistjörnur sólkerfisins Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir:Uppruna sólkerfis okkar má rekja ti...
Hvað er trukkur þungur?
Venjulegir fólksbílar hafa oft massa kringum 1 tonn eða 1000 kg þegar þeir eru tómir, og geta tekið farþega og farangur sem nemur samtals um 400 kg. Svo eru bílarnir þyngri eftir því sem þeir eru stærri og geta tekið meiri farm. Venjulegir vörubílar eru trúlega nokkur tonn á þyngd tómir og geta tekið álíka mik...
Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?
Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...
Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...
Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...
Hefur kartöflum verið erfðabreytt þannig að þær þoli frost á vaxtartíma?
Höfundur þessa svars hefur ekki heyrt um genabreytingu á kartöflum til að gera þær frostþolnar á vaxtartíma. Á síðari hluta liðinnar aldar gerði hins vegar dr. Einar I. Siggeirsson (1921-2007) plöntulífeðlisfræðingur tilraun með kynblöndun nokkurra mismunandi kartöfluafbrigða frá háfjöllum Perú við venjuleg ræktu...
Kemur kalt sumar á eftir köldu vori?
Veður í vor (apríl og maí 2013) hefur verið í svalasta lagi miðað við síðustu 20 ár. Áberandi kaldara var 1989. Þeirri spurning hefur verið varpað fram hvort köldu vori fylgdi ekki alltaf kalt sumar. Til þess að skoða það berum við saman vor- og sumarhita í Reykjavík frá 1874 til 2012, reiknum aðfallslínu og t...
Hversu lengi hafa hýenur verið til?
Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hý...
Hvenær var fundafrelsi lögfest á Íslandi? Var það með stjórnarskránni 1874 eða fyrr?
Ákvæði í stjórnarskrá um fundafrelsi voru í stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands frá 5. janúar 1874. Sú stjórnarskrá var nánast samhljóða dönsku grundvallarlögunum frá 1849 og hluti af þróun sem varð í Evrópu á 19. öld þar sem þjóðir settu sér stjórnarskrá með yfirlýsingar um mannréttindamál. Upphafið m...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Hvað þýðir að taka einhvern í bakaríið og hvaðan kemur orðasambandið?
Þetta orðasamband er ekki gamalt í íslensku. Þess er getið í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál sem gefin var út 1982. Þar er merkingin sögð ‛ávita e-n, skamma’. Það er ekki að finna í Íslenskri orðabók frá 1983 en í útgáfunni frá 2002 er merkingin sögð 'ávíta e-n duglega' og notkunin...
Með hvaða sjúkdóm var Forrest Gump?
Forrest Gump er persóna sem leikarinn Tom Hanks lék í frægri kvikmynd frá árinu 1994. Myndin byggir á samnefndri bók eftir rithöfundinn Winston Groom. Þar sem Forrest Gump var ekki til í raun og veru er ekki hægt að sjúkdómsgreina hann. Hins vegar er vel hægt að velta því fyrir sér hvernig hann væri greindur e...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...