Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2801 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?

Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er hvíthryðja?

Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið. Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda...

category-iconHugvísindi

Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði. Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er minnsti snákurinn?

Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...

category-iconLangholtsskóli

Hvað ertu með margar bækur til að svara spurningum?

Starfsfólk Vísindavefsins þarf ekki endilega að hafa margar bækur við höndina til að svara spurningum. Við erum auðvitað með ýmis uppflettirit, orðabækur, alfræðirit og fleira og ef okkar vantar sérstaklega bækur getum við auðveldlega fengið þær að láni hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Þegar við svö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Bíta mörgæsir?

Eins og flest önnur villt dýr geta mörgæsir bitið frá sér við ákveðnar kringumstæður. Þó mörgæsir séu tannlausar geta þær skilið eftir sig merki. Mörgæsir verja hreiður sín fyrir óboðnum gestum með því að bíta frá sér og slá með vængjunum. Á fengitíma eiga karldýrin það líka til að bíta hvert annað. Vísindame...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju erum við með neglur?

Þuríður Þorbjarnardóttir fjallar um neglur í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir um hlutverk þeirra:Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til við að grípa utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig vernda þær fremstu hluta fingra og táa, sem eru afar næmir, eins og hver sá hefur kynnst sem nagað hefur neg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er afbragð vont bragð?

Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á 'að taka af skarið'?

Orðið skar hefur fleiri en eina merkingu: brunninn kveikur á kerti, dauft blaktandi ljós, hrumur maður. Að taka af skarið merkir bókstaflega það að fjarlægja brunninn enda kveiks á kerti til þess að loginn verði hærri og betri. Við fyrstu merkinguna er átt í orðasambandinu að taka af skarið. Bókstaflega merki...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?

Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustrí...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru álfar til?

Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...

category-iconFöstudagssvar

Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?

Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast v...

Fleiri niðurstöður