Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 587 svör fundust
Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...
Hvað er virðiskeðja?
Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...
Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?
Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?
Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...
Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur?
Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ráðleggingar um hvernig beri að skilgreina hugtakið innflytjandi. Tilgangurinn er að samræma skilning þeirra sem setja fram tölur fyrir einstök lönd. Áhersla er á að skilgreina hugtakið „international migrant“ sem þýða má sem farandmaður eða innflytjandi. Orðið „farandmaður“ nær i...
Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?
Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...
Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?
Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...
Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?
Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...
Hver uppgötvaði ljósröfun?
Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...
Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?
Orðin „ófreskja” og „skrímsl[i]” eru ekki vísindaleg hugtök. Í Íslenskri orðabók stendur að ófreskja merki „hræðileg skepna”. Orðið tengist líka hinu dulræna og yfirnáttúrulega, „ófreski” er skyggni eða skyggnigáfa. Ófreskjur tilheyra því frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda. Í bókmenntu...
Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?
Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...