Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1428 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?

Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál. Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska. Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska. Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú....

category-iconLæknisfræði

Í hverju felst aðgerðin sem á að lækna króníska kinnholubólgu varanlega?

Aðgerð til að lækna langvinna kinnskútabólgu felst í að stækka opið frá skútanum út í nefholið og bæta þannig loftun skútans. Hér áður fyrr var byrjað á að gera op frá nefholinu neðst og inn í skútann niðri við botn en bifhárin í slímhúðarþekjunni vinna þá áfram í átt að hinu náttúrulega opi sem erfitt var að k...

category-iconLögfræði

Má rækta tóbak á Íslandi?

Íslenska ríkið hefur einkaleyfi á innflutningi á tóbaki og áfengi hér á Íslandi samkvæmt lögum nr. 63/1969. Í 2. mgr. 2. gr. þessara laga stendur: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal einni heimil starfræksla tóbaksgerðar.” Þá er komið að því sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi; hvað telst tóbaksgerð? Ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?

Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársi...

category-iconEfnafræði

Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?

Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð. Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er hvítagull (white gold)?

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er ekki fjallað um hænur í íslenskum fuglabókum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég hef verið að skoða nokkrar bækur um íslenska fugla. Engin þeirra minnist á hænsni eða hænur. Hvers vegna er ekki fjallað um hænur í fuglabókum?Skýringin á þessu er sú að íslenskar fuglabækur taka einungis til villtra fugla en ekki til þeirra tegunda sem maðurinn hefur flu...

category-iconÞjóðfræði

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins trúður?

Elsta dæmi í ritmálssafn Orðabókar Háskólans um orðið trúður er í þýðingu á riti eftir Xenófón. Ritið heitir í þýðingunni Austurför Kýrosar og var gefið út 1867. Þýðendur voru Halldór Kr. Friðriksson og Gísli Magnússon. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í bók sinni Íslensk orðsifjabók (1989:1064) að uppruni orðsin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

Fleiri niðurstöður