Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7614 svör fundust
Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?
Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...
Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?
Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breyt...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Hvað er víkjandi lán?
Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?
Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...
Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?
Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...
Viljið þið segja mér hvað öll lönd í heiminum heita?
Upprunalega var einnig spurt hversu mörg lönd eru í heiminum en þegar hefur verið fjallað um það á Vísindavefnum, annars vegar í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? og hins vegar í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd á jörðinni? Því verður ekki fjallað u...
Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...
Hvers konar glæpi fremja konur? Er það rétt að konur beiti maka sína stundum ofbeldi?
Konur fremja að jafnaði ekki nema um 10-20 prósent af öllum afbrotum þegar skoðaðar eru opinberar afbrotaskýrslur. Hlutfallið er þó breytilegt eftir brotaflokkum. Afbrot kvenna tengjast yfirleitt minniháttar auðgunarbrotum einsog hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða svokölluðum afbrotum án þolenda (e. victimless ...
Er þyngdarafl á Mars?
Já, það er þyngdarafl á Mars! Í svari JGÞ og ÞV við spurningunni: Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu? kemur fram: Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt v...
Eru til fleiri litir en við sjáum?
Í svari við spurningunni Hvað eru litir? kemur fram að samkvæmt skilningi eðlisfræði og stærðfræði eru litir óendanlega margir. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar og tíu milljóna lita. Samkvæmt þessu eru litirnir augljóslega fleiri en við sjáum. S...
Hafa köngulær tennur?
Svarið er nei, köngulær hafa ekki tennur líkt og spendýr, fiskar eða skriðdýr en þær hafa hins vegar svonefnd klóskæri sem liggja fyrir framan munninn. Köngulóin notar klóskærin á svipaðan hátt og hryggýr nota tennur, það er til þess að grípa bráðina og rífa hana í sig. Klóskæri eru munnlimir með harðan og odd...
Hvað tekur mörg ár að læra lögfræði? Er það erfiðasta nám á Íslandi?
Laganám á Íslandi tekur alla jafna 5 ár og er því skipt niður í þriggja ár grunnnám sem veitir BA-gráðu, og tveggja ára meistaranám. Að því loknu útskrifast stúdent með embættispróf í lögfræði og getur sótt um réttindi héraðsdómslögmanns samkvæmt skilyrðum 6.–8. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Um skilyrði þess að...