Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2198 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconHugvísindi

Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?

Napóleon Bónaparte var keisari Frakklands milli 1804 og 1815. Þá tign hlaut hann ekki vegna þess að hann væri konungborinn heldur fyrir hæfileika sína á sviði hernaðar. Napóleon er af mörgum talinn einn besti hershöfðingi sem fram hefur komið á sjónarsvið mannkynssögunnar. Metnaður hans var takmarkalaus og varð þa...

category-iconEfnafræði

Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?

Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?

Búrfell í Grímsnesi er „hefðbundið móbergsfjall”, sennilega frá næstsíðasta jökulskeiði, það er um 120 þúsund ára gamalt. Fjallið er ekki krýnt hrauni og telst því ekki til stapa. Ef kenningar manna um byggingu móbergsfjalla eru réttar, má vænta þess að í kjarna Búrfells sé bólstraberg, sem myndaðist meðan þrýstin...

category-iconHugvísindi

Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?

Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...

category-iconUnga fólkið svarar

Af hverju eru uglur tákn um visku?

Uglan var eitt af kennitáknum viskugyðjunnar Aþenu í grískri goðafræði. Aþena átti að sögn að hafa hrifist af hátíðlegu og íbyggnu yfirbragði uglunnar og þess vegna gert hana að sínu kennitákni. Aþena var einnig stríðsgyðja, gyðja handiðnar og skynsemi. Hún var líka verndari grísku borgarinnar Aþenu. Öll grísk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?

Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað? Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu". Annað dæmið er úr tímaritinu He...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?

Ólífur (Olea europea) vaxa úr blómlegi á ólífutrjám og flokkast því sem ávextir. Upprunalega er ólífutréð frá svæðum við botn Miðjarðarhafs þar sem nú er Ísrael, Líbanon og Jórdanía og hefur ávöxtur þess verið notaður í þúsundir ára. Fyrir um 2.000 f. kr. komust Egyptar í kynni við ólífur og síðar Grikkir og er m...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum? - Myndband

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Stöðugt rafmagnsafl ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að skara eld að eigin köku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins: "Að skara eld að eigin köku"? Og hvað er átt við með því? Sögnin að skara merkir að ‘róta í með skörungi’. Orðasambandið er sótt til þess er menn stunduðu eldamennsku við opinn eld. Sá sem skaraði (rakaði) eldinn undir sína köku sá þannig til að h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að láta í minni pokann?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið að láta í minni pokann fyrir einhverjum - og hvaða minni poka er átt við? Orðatiltækið að láta í minni pokann (fyrir einhverjum) merkir að ‘bíða ósigur (fyrir einhverjum), gefa eftir, tapa’ og þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Halldór Halldórsso...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaðan koma atómin þegar lífrænar frumur skipta sér?

Þegar frumur skipta sér breytist fjöldi atóma ekki endilega, heldur skiptast þau milli nýju frumnanna tveggja. Hins vegar eru lifandi frumur sífellt að skiptast á efnum (atómum) og orku við umhverfi sitt. Þegar fruma vex og þyngist hefur hún einfaldlega tekið til sín meira efni úr umhverfinu en hún skilar aftur ti...

Fleiri niðurstöður